

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á legudeild minnisraskana á Landakoti
Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi sem hefur brennandi áhuga á öldrunarhjúkrun, stjórnun ásamt gæða- og umbótastarfi. Starfið veitist frá 1. mars 2026 eða eftir nánara samkomulagi.
Legudeild minnisraskana á Landakoti er sérhæfð meðferðar- og endurhæfingadeild opin sjö daga vikunnar. Á deildinni starfar samheldinn hópur fagfólks og ríkir góður starfsandi. Starfsemin miðar að þjónustu við sjúklinga með minnisraskanir. Meginmarkmiðið er að auka lífsgæði með því að skapa öryggi og veita umhyggju í rólegu umhverfi þar sem þjónusta við sjúklinga og fjölskyldu byggir á þekkingu og framþróun. Meðferðin miðar að því að auka hæfni einstaklings til að takast á við breyttar aðstæður og viðhalda vitrænni og líkamlegri færni.
Aðstoðardeildarstjóri starfar náið með deildarstjóra og fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklag á deild sem og innleiðingu nýjunga í hjúkrun er stuðla að auknum gæðum hjúkrunar, gagnreyndum starfsháttum og öryggi sjúklinga. Mikið er lagt upp úr þverfaglegri teymisvinnu.
Íslenska




























































