

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á öldrunardeild Landakoti
Laust er til umsóknar starf aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar á öldrunardeild á Landakoti. Við leitumst eftir hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á öldrunarhjúkrun, umbótastarfi og þverfaglegu samstarfi. Starfið hentar vel þeim sem vilja vaxa í starfi, þróa faglega sýn og kynnast stjórnunarhlutverki í hlýlegu starfsumhverfi.
Aðstoðardeildarstjóri starfar þétt með deildarstjóra að daglegu skipulagi, þróun verklags og innleiðingu nýjunga sem bæta þjónustu og styðja við öryggi og velferð skjólstæðinga.
Öldrunardeild er staðsett á Landakoti, í hjarta Reykjavíkur, í fallegu og friðsælu umhverfi. Þar dvelja sjúklingar með gilt færni- og heilsumat sem bíða eftir vistun á hjúkrunarheimili. Áhersla er lögð á nærgætin samskipti og mannúðlega nálgun.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. febrúar 2026 eða samkvæmt samkomulagi. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Bryndísi, deildarstjóra.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Enska
Íslenska




























































