Bergið headspace
Bergið headspace
Bergið headspace

Fagmenntaður ráðgjafi í Bergið headspace

Bergið headspace auglýsir stöðu ráðgjafa til starfa á Höfuðborgarsvæðinu.

Hlutverk ráðgjafa hjá Berginu er að veita ungmennum stuðning og ráðgjöf, greina og meta vanda og vinna með þeim að lausnum í samráði við þau sjálf. Unnið er út frá áfallamiðaðri nálgun og valdeflingu, þar sem áhersla er lögð á traust og virka þátttöku ungmennisins. Ef þörf krefur tengir ráðgjafi ungmenni við viðeigandi þjónustu utan Bergsins.

Ráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við fagstjóra, annað fagfólk og framkvæmdastjóra Bergsins headspace. Starfið felst m.a. í einstaklingsviðtölum við ungmenni, hópastarfi og fjölbreyttum tilfallandi verkefnum, svo sem kynningum á starfsemi Bergsins.

Háskólamenntun á meistarastigi í heilbrigðis- eða félagsvísindum

Starfshlutfall er 80–100% eftir samkomulagi.

Leitast er eftir starfsmanni sem getur hafið störf fyrir 1. maí 2026

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ráðgjafaviðtöl við einstaklinga
  • Þróun starfs Bergsins með samstarfshóp
  • Önnur tilfallandi verkefni, s.s. kynningar á Berginu og fleira.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistararpróf í félags- eða heilbrigðisvísindum sem nýtist í starfi, s.s. sálfræði, félagsráðgjöf, iðjuþjálfun, fjölskylduráðgjöf, hjúkrunarfræði eða annað sambærilegt nám.
  • Reynsla af vinnu með ungmennum kostur.
  • Reynsla af einstaklingsviðtölum kostur. 
  • Þekking á grunnþáttum og þjónustu í velferðar og heilbrigðisþjónustu æskileg.
  • Góð íslenskukunnátta auk kunnáttu í einu erlendu tungumáli.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í faglegu starfi.
  • Skipulagshæfni.
  • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
  • Jákvætt viðmót, þjónustulyndi og lipurð í mannlegum samskiptum.
Fríðindi í starfi
  • Vinnuvika í Berginu er 36 klukkutímar
Auglýsing birt12. janúar 2026
Umsóknarfrestur1. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Suðurgata 10, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar