

Yfirlæknir í bráða- og ráðgjafarþjónustu geðþjónustu
Starf yfirlæknis í bráða- og ráðgjafarþjónustu geðþjónustu Landspítala er laust til umsóknar.
Yfirlæknir er leiðtogi geðlæknaþjónustunnar á einingunni og ber faglega stjórnunarábyrgð. Starfsemi bráða- og ráðgjafarþjónustu er fjórþætt og einkennist af öflugri teymisvinnu. Á einingunni fer fram bráðamóttaka sjúklinga sem eiga við bráð geðræn veikindi að stríða, skammtíma eftirfylgd eftir komu í bráðaþjónustu, ráðgjafaþjónusta fyrir bráðamóttöku í Fossvogi og ráðgjafaþjónusta fyrir vefrænar deildir Landspítala. Yfirlæknir gegnir einnig mikilvægu hlutverki í kennslumálum og uppbyggingu vísindastarfs geðþjónustunnar.
Leitað er eftir geðlækni með víðtæka reynslu og hæfni til að leiða þjónustu við sjúklinga, umbótastarf og öryggismál í nánu samstarfi við forstöðulækni, deildarstjóra bráða- og ráðgjafarþjónustu, framkvæmdastjóra og annað starfsfólk. Gerð er krafa um helgun í starfi faglegs yfirlæknis. Ráðið er í starfið frá 15. febrúar 2026 eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er Halldóra Jónsdóttir, forstöðulæknir geðþjónustu.
Íslenska

















































