

Sérfræðilæknir á meðferðareiningu geð- og fíknisjúkdóma
Laust eru til umsóknar starf sérfræðilæknis í meðferðareiningu geð- og fíknisjúkdóma á Landspítala. Starfið hentar sérfræðingi í geðlækningum.
Markhópur deildarinnar eru einstaklingar með tvíþættan vanda; alvarlega geðsjúkdóma og alvarlegan vímuefnavanda. Bráðalegudeild geð- og fíknisjúkdóma heyrir undir meðferðareiningu geð- og fíknisjúkdóma og undir eininguna heyra einnig dagdeild, göngudeild og afeitrunardeild.
Unnið er í þverfaglegum teymum á einingunni og áherslur í starfinu eru meðal annars skaðaminnkun, batamiðuð hugmyndafræði, áhugahvetjandi samtal og geðlæknisfræði. Starfsemin er í stöðugri framþróun og unnið er að fjölbreyttum umbótaverkefnum.
Geðþjónusta Landspítala er stærsti þjónustuveitandi 3. stigs geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi og veitir ráðgjöf til geðþjónustuaðila á landinu öllu.
Leitað er eftir sérfræðilækni sem hefur áhuga á að vinna í umhverfi þar sem fjölbreytni, metnaður og þverfagleg teymisvinna eru í fyrirrúmi með áherslu á umbótastarf og öryggi. Starfið er laust frá 1. mars 2026 eða eftir nánara samkomulagi.
Íslenska
Enska




































