
Matís ohf.
Þekkingarfyrirtækið Matís vinnur að rannsóknum og nýsköpun á matvælum til að efla verðmætasköpun, matvælaöryggi og lýðheilsu.

Verkefnastjóri í erfðafræði
Matís leitar eftir metnaðarfullum verkefnastjóra til starfa í faghópi Erfða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framkvæmd og stjórnun þjónustuverkefna á sviði erfðafræði, einkum:
- Fjölbreyttar greiningar á búfénaði, sérstaklega sauðfé, hrossum og kúum, sem fela í sér skimun fyrir erfðaþáttum sem tengjast sjúkdómum, frjósemi, o.fl.
- Tegunda- eða upprunagreining matvæla og annarra lífsýna.
- Erfðagreiningar sem nýttar eru til ákvörðunar á uppruna strokulaxa.
- Öflun, þróun og innleiðing nýrra þjónustu- og rannsóknaverkefna.
- Framkvæmd rannsóknaverkefna á sviði erfðafræði, einkum grunnrannsókna sem varða líf í hafi og vötnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun í erfðafræði, lífefnafræði, líffræði eða skyldum greinum er skilyrði.
- Reynsla af rannsóknum og/eða þjónustugreiningum á sviði erfðafræði eða skyldum greinum er skilyrði.
- Mikil tæknileg færni á sviði erfðafræði er kostur, þ.e. þekking og reynsla af notkun viðkomandi aðferða og tækja.
- Jákvætt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Samstarfshæfni og sveigjanleiki.
- Sjálfstæð, skipulögð og nákvæm vinnubrögð.
- Frumkvæði og faglegur metnaður.
- Góð almenn íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
- Góð almenn tölvukunnátta.
Auglýsing birt14. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Vínlandsleið 12-14, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)

Nýdoktor í hafeðlisfræði
Hafrannsóknastofnun

Scientific Software Engineer – Simulation & Signal Processing
Treble Technologies

Þjónustustjóri á Svefnmiðstöð
Landspítali

Aðstoðardeildarstjóri - klíniskur leiðtogi á Svefnmiðstöð
Landspítali

Akademískt staða við lagadeild
Háskólinn á Bifröst

Sérfræðingur á sviði vatnalífríkis
Landsvirkjun

Sviðsstjóri hreindýrarannsókna
Náttúrustofa Austurlands

Aðstoðarstöðvarstjóri - Seiðastöð
Samherji fiskeldi ehf.