

Verkefnastjóri á hjúkrunardeild - Nesvellir
Hrafnista Nesvöllum óskar eftir að ráða til sín verkefnastjóra á hjúkrunardeild í 100% starfshlutfall.Verkefnastjóri á hjúkrunardeild vinnur náið með deildarstjórum og forstöðumanni og sinnir vaktaskýrslugerð, aðstoðar við ráðningar og móttökuferli á nýliðum auk þess að sinna fjölbreyttum verkefnum sem til falla á deildunum og heimilinu öllu.Framundan eru spennandi tímar á Nesvöllum en í vetur fer heimilið úr einni deild með 60 íbúa í þrjár deildir með samtals 140. Um leið flytja íbúar á Hrafnistu Hlévangi yfir á Nesvelli.Stefnt er á að nýjar deildir verði teknar í notkun undir lok árs og leitum við því að öflugum aðila til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með okkur.
Við leitum af jákvæðum, sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingi sem er tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni í skemmtilegu og lifandi umhverfi.
- Gerð vaktarskýrslna og eftirlit með tímaskráningum
- Eftirlit og skráning á orlofi, vinnuskyldu og þ.h.
- Aðstoð við ráðningar og móttöku nýs starfsfólks
- Fjölbreytt verkefni sem snúa að starfsemi heimilisins
- Almenn ritarastörf og önnur tilfallandi verkefni
- Reynsla af vaktaskýrslugerð eða haldbær reynsla í vaktavinnu á hjúkrunardeild kostur
- Menntun sem nýtist í starfi kostur
- Góð tölvufærni nauðsynleg
- Jákvæðni, sjálfstæði og góðir samskiptahæfileikar
- Nákvæmni og skipulagshæfni
- Góð greiningarhæfni
- Þekking á kjarasamningum er kostur
- Heilsuræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur með strætó
- Stuðningur til framþróunar í formi leyfa á launum og námstyrkja
- Við bjóðum upp á jákvæðan og skemmtilegan starfsanda, áhugaverð verkefni og starf sem er í sífelldri þróun.




















