Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið

Skrifstofufulltrúi með verkefnisstjórn óskast til starfa hjá skrifstofu stjórnsýslu og gæða

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða metnaðarfullan og vandvirkan einstakling til starfa hjá skrifstofu stjórnsýslu og gæða. Skrifstofan fer meðal annars með lögfræðiþjónustu sviðsins, gæðamál, þjónustumál, eftirlit með afnotum borgarlands og framkvæmdum auk þjónustu við umhverfis- og skipulagsráð og heilbrigðisnefnd. Skrifstofunni er skipt upp í fjórar deildir: lögfræðideild, deild afnota og eftirlits, þjónustudeild og gæðadeild.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Aðstoð við sviðsstjóra og stjórnendur skrifstofunnar

• Samskipti við viðskiptavini deildarinnar og aðra hagsmunaaðila auk samstarfsaðila innan borgarinnar.

• Almenn skrifstofustörf, umsjón og utanumhald með skráningu, varðveislu og endurheimt erinda og gagna úr skjalakerfum sviðsins.

 • Undirbúningur funda, frágangur fundargerða, ritun og útsending bréfa, útgáfa reikninga og annað í samráði við skrifstofustjóra.

• Upplýsingagjöf og móttaka erinda til skrifstofu og aðstoð við úrvinnslu.

• Önnur verkefni sem skrifstofustjóri felur skrifstofufulltrúa

Menntunar- og hæfniskröfur

• Stúdentspróf eða sambærileg menntun.

• Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi kostur.

 • Reynsla af sambærilegu starfssviði og opinberri stjórnsýslu er kostur.

• Þjónustulund og góð færni í mannlegum samskiptum er lykilatriði.

• Skipulagshæfileikar og sveigjanleiki.

• Færni í notkun á algengum hugbúnaði sem tengist skrifstofustörfum.

• Íslensku kunnátta B2 og enskukunnátta B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum. https://www.rannis.is/media/islenskukennsla/Evropski-tungumalaramminn.pdf

 • Þekking og/eða reynsla af opinberum skjala- og upplýsingamálum er kostur.

Auglýsing birt1. september 2025
Umsóknarfrestur12. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar