S4S Netverslun - Skór.is - AIR.is - Ellingsen.is
S4S Netverslun - Skór.is - AIR.is - Ellingsen.is
S4S Netverslun - Skór.is - AIR.is - Ellingsen.is

Starfsmaður í netverslun S4S

Ert þú með framúrskarandi þjónustulund?

Við leitum að skemmtilegum starfsmanni í teymið okkar í Netverslun S4S. Viðkomandi mun hafa umsjón með og sinna þjónustu við viðskiptavini ásamt því að taka þátt í hinum ýmsu verkefnum í deildinni.

Undir Netverslun S4S falla Skór.is, Air.is, Ellingsen.is, S4SpremiumOutlet.is og rafhjolasetur.is. Í netverslun er haldið utan um síðurnar 5 með stöðugum umbótum hvað varðar virkni og vöruframboð. Einnig er stuðningur við sjöttu síðuna, brp.is. Hjá okkur fara einnig fram myndatökur, pantanir afgreiddar og ýmislegt fleira. Netverslun S4S er staðsett í Smáralind.

Aðilinn sem við leitum að þarf að vinna vel í teymi og geta unnið sjálfstætt.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fyrst og fremst að vera til staðar fyrir viðskiptavini okkar í gegnum ýmsar samskiptaleiðir.
  • Taka á móti vöruskilum og vöruskiptum (Þ. á. m. að kreditfæra reikninga).
  • Yfirfara vefsíður og gera lagfæringar eftir þörfum.
  • Tiltekt og frágangur netpantana.
  • Móttaka og frágangur á vörum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Rík þjónustulund
  • Framúrskarandi íslenska
  • Stundvísi
  • Jákvætt hugarfar
  • Vera skipulagður/skipulögð
  • Sýna frumkvæði í verki
  • Vera lausnamiðaður/lausnamiðuð
  • Geta sinnt hinum ýmsu verkefnum
  • Mjög góð almenn tölvukunnátta
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu af því að vinna með gögn í kerfum.
  • Grunnþekking í Dynamics NAV eða BC er kostur
  • Reynsla af vefumsjónarkerfum kostur
  • Hæfni til að læra á ný kerfi og forrit
Auglýsing birt3. september 2025
Umsóknarfrestur24. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Smáralind
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.AðlögunarhæfniPathCreated with Sketch.Dynamics NAVPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LagerstörfPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft OutlookPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.TextagerðPathCreated with Sketch.VefumsjónPathCreated with Sketch.VöruframsetningPathCreated with Sketch.WindowsPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar