
Starfskraftur í verkbókhald og móttöku
Við leitum að úrvals starfskrafti í verkbókhald, reikninga og skýrslugerð auk annarra starfa í móttöku fyrirtækisins. Um er að ræða þjónustustarf, gagnvart viðskiptavinum fyrirtækisins, starfsmönnum og samstarfsaðilum erlendis. Vinnutími er 09:00 - 17:00 og 09:00 - 14:00 á föstudögum.
Reikningagerð og umsýsla tengd henni er mikilvægur hluti starfsins. Töluvert samstarf er við verkefnastjóra fyrirtækisins s.s. utanumhald um kostnað verkefna, skjalavarsla og eftirfylgni. Starfsmaður er jafnframt í nánu samstarfi við bókara og deila þeir með sér verkum og leysa hvorn annan af eftir þörfum. Starfið er hluti af móttöku fyrirtækisins sem felst m.a. í símsvörun, móttöku viðskiptavina, innkaupum á skrifstofu- og rekstrarvörum og almennri skrifstofuvinnu.
- Haldbær starfsreynsla við bókhald og verkefnavinnu er skilyrði.
- Góð almenn tölvufærni, sérstaklega í Excel og Word.
- Reynsla af ritvinnslu æskileg.
- Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
- Góð enskukunnátta.
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Íþrótta- og samgöngustyrkur













