
Ósar hf.
Ósar – lífæð heilbrigðis hf. er leiðandi félag í heilsu og er móðurfyrirtæki Icepharma hf. og Parlogis ehf.
Með öflugu framboði lyfja, lækningatækja og heilsueflandi vara og víðtækri dreifingarþjónustu vinnum við markvisst að
því meginmarkmiði að bæta heilsu landsmanna.
Hjá Ósum og dótturfélögum starfa um 200 manns og er lögð rík áhersla á vellíðan starfsfólks, jákvæð samskipti og sterka liðsheild.

Þjónustufulltrúi á Þjónustuborði
Þjónustufulltrúi á þjónustuborði Ósa er andlit fyrirtækisins gagnvart gestum sem heimsækja höfuðstöðvar Ósa og dótturfyrirtækja, og mikilvægur fyrsti tengiliður þeirra sem hafa samband í gegnum síma eða tölvupóst. Þjónustufulltrúi gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki í að hlúa að vinnustaðamenningu með jákvæðri framkomu, stuðningi og þjónustu við starfsmenn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hlýleg og fagleg móttaka gesta í samræmi við þjónustustefnu Þjónustuborðs
- Símsvörun, vöktun og eftirfylgni erinda sem berast
- Ábyrgð á kaffiaðstöðu og sameiginlegum rýmum við inngang, að þau séu snyrtileg og þjóni tilgangi sínum
- Að hlúa að heilbrigðri vinnustaðamenningu með jákvæðri framkomu, stuðningi og þjónustu
- Aðstoð við skipulagningu funda og viðburða
- Ábyrgð á ritfangalager og innkaup á ýmsum rekstrarvörum
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rík þjónustulund, fagmennska og frumkvæði
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Jákvæðni og einstök þjónustulund
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Góð færni í samskiptum og áhugi á þjónustu
- Hæfni til að hafa góða yfirsýn og skipulag
- Gott tölvulæsi og þekking á helstu kerfi s.s. Outlook, SharePoint og Teams
- Góð færni í íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
- Mötuneyti á heimsmælikvarða
- Reglulegir heilsufyrirlestrar á vinnutíma
- Sérkjör á heilsuvörum, vítamínum og íþróttafatnaði
- Líkamsræktarstyrkir
- Styrkir úr heilsusjóði Ósa sem hvetur til heilsueflingar starfsmannahópa
Auglýsing birt5. september 2025
Umsóknarfrestur22. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 13/Krókh 14 13R, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiFagmennskaFrumkvæðiJákvæðniSjálfstæð vinnubrögðStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sölu- og þjónustufulltrúi í verslun Símans í Smáralind
Síminn

Verkstæðismóttaka
KvikkFix

Brennur þú fyrir þjónustu?
Dekkjasalan

Þjónustufulltrúi í þjónustuver
IKEA

Verkefnastjóri á hjúkrunardeild - Nesvellir
Hrafnista

Hópstjóri - þjónustuver
Byko

Starf þjónustufulltrúa á Hreyfli.
Hreyfill

Sölu- og þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
Ford á Íslandi | Brimborg

Shift Manager / Vaktstjóri
Lotus Car Rental ehf.

Þjónustufulltrúi
Terra Einingar

Verkefnastjóri skjalavinnslu
Sveitarfélagið Árborg

Líf Kírópraktík leitar að móttökustarfsmanni
Líf Kírópraktík