

Lífeindafræðingur, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild
Við leitum eftir jákvæðum, sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingi til starfa á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Umsækjandi skal hafa háskólapróf í náttúruvísindum og gilt íslenskt starfsleyfi, t.d. í lífeindafræði, náttúrufræði, sameindalíffræði, líftækni eða sambærilegu fagi.
Deildin heyrir undir rannsóknarþjónustu og fara þar fram greiningar, vísindarannsóknir, ráðgjöf og kennsla heilbrigðisstétta í faginu. Starfsfólk deildarinnar telur um 95 einstaklinga sem starfa í þverfaglegu teymi og veita fjölbreytta og umfangsmikla þjónustu allan sólarhringinn við greiningar sýkinga af völdum baktería, veira, sveppa og sníkjudýra, auk rannsókna, ráðgjafar og kennslu heilbrigðisstétta í sýkla- og veirufræði.
Góður starfsandi er ríkjandi og markvisst er unnið að umbótum á deildinni. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki.
Um er að ræða fullt starf og er starfið laust 1. mars 2026 eða skv. nánara samkomulagi.
Íslenska
Enska























































