

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar óskar eftir öflugum verkefnastjóra fræðslumála
Velferðarsvið leitar að hugmyndaríkum og drífandi einstaklingi til að leiða fræðslumál sviðsins. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í metnaðarfullu starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á fagmennsku, samvinnu og að starfsfólk fái að vaxa í starfi.
Verkefnastjóri er hluti af fræðsluhópi Reykjavíkurborgar og vinnur í nánu samstarfi við skrifstofu starfsþróunar og starfsumhverfis á mannauðs- og starfsumhverfissviði.
Reykjavíkurborg er með virka fræðslustefnu með árlegri aðgerðaáætlun og hefur nýlega innleitt stafrænt fræðslukerfi - Torgið - fyrir allt starfsfólk.
Í samræmi við mannréttinda- og velferðarstefnu Reykjavíkurborgar er lögð rík áhersla á að starfsstaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Við hvetjum fólk af öllum kynjum, fatlað fólk og fólk af ólíkum menningarlegum bakgrunni til að sækja um.
- Þarfagreining, stefnumótun og skipulagning símenntunar, og leiðandi hlutverk í mótun og eftirfylgni fræðsluáætlunar sviðsins
- Umsjón og utanumhald með fræðslumálum sviðsins í samræmi við velferðar- og fræðslustefnu Reykjavíkurborgar
- Umsjón með nýtingu Torgsins, fræðslukerfi borgarinnar, á velferðarsviði
- Leiða nýsköpun og framþróun í símenntun starfsfólks
- Þátttaka í teymisvinnu og þróunarverkefnum
- Umsjón með nýliðafræðslu sviðsins og aðkoma að samræmdri nýliðafræðslu borgarinnar
- Ráðgjöf til stjórnenda um símenntun og starfsþróun
- Samskipti og samstarf við starfsmenntasjóði og menntastofnanir
- Þátttaka í vinnuhópum á sviði mannauðsmála, bæði innan sviðs og á vettvangi borgarinnar
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi; framhaldsmenntun er kostur
- Farsæl reynsla af fræðslumálum og/eða símenntun
- Þekking og reynsla af fullorðinsfræðslu er æskileg
- Reynsla af innleiðingu nýrrar tækni og stafrænna lausna í fræðslumálum
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Metnaður, frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni
- Íslenskukunnátta á C1-stigi samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
- Hreint sakavottorð samkvæmt lögum sem og reglum Reykjavíkurborgar
- Áhugavert starf við fræðslumál á stærsta vinnustað landsins
- 36 stunda vinnuviku í fullu starfi
- Heilsustyrk, menningarkort og frítt í sund
- Samgöngusamning
- Gott mötuneyti
Íslenska


















