
Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu.
Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og
ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum
sjónarmiðum.

Mannauðsstjóri
Reykjanesbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu mannauðsstjóra Reykjanesbæjar. Reykjanesbær er fjórða stærsta sveitarfélagið með tilliti til íbúatölu. Leitað er að reynslumiklum aðila sem býr yfir framúrskarandi samskiptafærni, en um er að ræða lykilhlutverk í mótun og framkvæmd mannauðsstefnu sveitarfélagsins. Mannauðsstjóri leiðir þróun og framkvæmd mannauðsmála og veitir stjórnendum og starfsfólki Reykjanesbæjar stuðning. Mannauðsstjóri leiðir Mannauð og starfsumhverfi sem heyrir undir Fjármála- og stjórnsýslusvið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á innleiðingu og eftirfylgni mannauðs-, fræðslu- og jafnlaunastefnu
- Ábyrgð á stefnu, forvarnar- og viðbragðsáætlun vegna eineltis, kynbundinnar áreitni, kynferðislegrar áreitni og ofbeldi
- Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk í mannauðs- og kjaramálum
- Launasetning, gerð ráðningasamninga og innleiðing kjarasamninga
- Ábyrgð og umsjón með jafnlaunavottun og jafnlaunaúttekt
- Vinnuvernd, heilsa og öryggi starfsfólks
- Ábyrgð á ráðningarferli og nýliðaþjálfun í samstarfi við stjórnendur
- Umsjón og eftirfylgni með framkvæmd vinnustaðagreininga
- Þátttaka í vinnslu fjárhagsáætlana með áherslu á launaáætlun
- Önnur verkefni í tengslum við mannauðsmál sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í mannauðsstjórnun
- Háskólapróf í opinberri stjórnsýslu æskilegt
- Starfsreynsla á sviði mannauðsmála er skilyrði
- Þekking og reynsla af launavinnslu og jafnlaunavottun er æskileg
- Þekking á kjarasamningum og opinberri stjórnsýslu er æskileg
- Þekking og reynsla af launaáætlanagerð er æskileg
- Leiðtogafærni, frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt
- Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Mjög góð almenn tölvukunnátta er skilyrði, þekking á Kjarna launakerfinu er kostur
- Gott vald á íslensku og hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti
Auglýsing birt30. desember 2025
Umsóknarfrestur15. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur
Útlendingastofnun

Mannauðsfulltrúi/HR Coordinator
Borealis Data Center ehf.

Velferðarsvið - Félagsráðgjafi í Virkni- og ráðgjafarteymi
Reykjanesbær

Forstöðumaður sölu og þjónustu
Dineout ehf.

Sérfræðingur í mannauðsmálum
Matvælastofnun

Mannauðsstjóri
Þjóðkirkjan

Velferðarsvið - Ráðgjafi í barna- og fjölskylduteymi
Reykjanesbær

SKRIFSTOFUSTJÓRI
Ásahreppur

Verkstjóri
Garðlist ehf

Framkvæmdastjóri
Fimleikasamband Íslands

Sérfræðingur í miðlun og kynningarmálum hjá Samkeppniseftirlitinu - umsóknafrestur framlengdur
Samkeppniseftirlitið

Loftræsi- og lagnahönnun á Norðurlandi
EFLA hf