
Garðlist ehf
Garðlist ehf. hefur verið starfandi frá árinu 1989 og sérhæft sig í viðhaldsþjónustu í görðum og á grænum svæðum fyrir einstaklinga, fyrirtæki, hús- og bæjarfélög. Fyrirtækið hefur vaxið mikið á þessum tíma og aukið við sig mannskap og verkefnum jafnt og þétt. Hjá Garðlist ehf starfa 3 skrúðgarðyrkjumeistarar sem allir hafa víðamikla reynslu.
Fyrirtækið er staðsett að Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík. Garðlist hefur yfir að ráða góðum flota tækja til að þjónusta viðskiptavini sína sem best og á sem hagkvæmastan hátt, bæði yfir sumar- og vetrartímann.
Á sumrin starfa um 100 manns hjá fyrirtækinu en á veturna eru nær 40 fastir starfsmenn sem sinna vetrarverkum á borð við snjómokstur, jólaskreytingar og önnur tilfallandi verk.
Viðskiptavinir okkar eiga kröfu á að þau verk sem við erum ráðin til að vinna séu vel af hendi leyst og Garðlist hyggst mæta þeim kröfum og vel það. Garðlist er þekkt fyrir að veita góða þjónustu og hefur haldið föstum viðskiptavinum í fjölda ára og fjölgar þeim alltaf jafnt og þétt, ár frá ári.
Garðlist er framúrskarandi fyrirtæki

Verkstjóri
Garðlist ehf auglýsir eftir sveigjanlegum, hressum og skemmtilegum verkstjóra í fjölbreytt verkefni innan Garðyrkjudeildar fyrirtækissins.
Langar þig að vinna á skemmtilegum á vinnustað?
Langar þig að vera hluti af öflugu teymi?
Langar þig að vinna á vinnustað þar sem möguleiki er að efla sjálfan sig og aðra í starfi?
Vinnutími getur verið sveigjanlegur en reiknað er með allt frá 8 tímum á dag, virka daga en möguleiki á meiri vinnu á álagstímum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með framkvæmd verka og eftirlit
- Skipulagning verkefna og mannskaps
- Samskipti við starfsmenn og viðskiptavini
- Tilboðs og áætlanagerð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi t.d. Garyrkja eða iðnmennt er kostur
- Reynsla af verklegum framkvæmdum
- Reynsla af verkstýringu og mannaforráðum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Jákvæðni, lausnamiðuð hugsun
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku og enskukunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta ( Office 365 )
Fríðindi í starfi
Niðurgreiddur hádegismatur
Auglýsing birt11. desember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
PólskaValkvætt
Staðsetning
Tunguháls 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
GarðyrkjaHandlagniJákvæðniRafvirkjunSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSmíðar
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (10)

Verkstjóri á þjónustustöð, Ísafjörður
Vegagerðin

Bifvélavirki / Mechanic
Lotus Car Rental ehf.

Framkvæmdastjóri
Fimleikasamband Íslands

Loftræsi- og lagnahönnun á Norðurlandi
EFLA hf

Framkvæmdastjóri
Almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins ohf.

Verkstjóri - Húsavík
Terra hf.

Verkstjóri framleiðslu DNG færavinda
Slippurinn Akureyri ehf

Verkstjóri óskast
Stálnaust ehf.

Verkstjóri vélsmiðju
Slippurinn Akureyri ehf.

Verkstjóri á byggingarstað
TILDRA Byggingafélag ehf.