
Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

Verkstjóri - Húsavík
Terra leitar af öflugum verkstjóra til að leiða teymi sitt á Húsavík. Sem verkstjóri ertu lykilmaður í daglegum rekstri, sérð um mönnun tækja og svæðis og tryggir að hver dagur gangi snurðulaust fyrir sig. Samhliða því tekur þú virkan þátt í verkefnum, hvort sem það er akstur, vélavinna eða önnur spennandi verkefni sem upp koma.
Ef þú hefur gaman af fjölbreyttum verkefnum, öflugri verkstjórn, ert lausnamiðaður, drífandi og góður í samskiptum, þá hvetjum við þig til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg verkstjórn á starfsstöðinni
- Skipulagning aksturs
- Gagnaskráning
- Útdeiling verkefna til starfsfólks
- Vinna á tækjum og bílum
- Eftirlit með bílum og tækjum
- Þjálfun starfsfólks
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meirapróf C er skilyrði, CE er kostur
- Vinnuvélaréttindi er kostur
- Reynsla af verkstjórn er kostur
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Þjónustulund
- Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
- Góð íslensku– og enskukunnátta
- Almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur7. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Víðimóar 3, 640 Húsavík
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMeirapróf CMeirapróf CESamviskusemiSkipulagÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Verkstjóri vélsmiðju
Slippurinn Akureyri ehf.

Yfirverkstjóri á Hvammstanga
Vegagerðin

Verkstjóri framleiðslu DNG færavinda
Slippurinn Akureyri ehf

Ferðaþjónusta fatlaðra - Akstur
Teitur

Útkeyrsla og lager
Barki EHF

Vanur leiðsögumaður á snjósleða og fjórhjól / Experienced snowmobile and quad bike guide
Snow Safari

Lager Útideild
Vatnsvirkinn ehf

Bílstjóri með meirapróf
Vatnsvirkinn ehf

Bifvélavirki / Mechanic
Lotus Car Rental ehf.

Verkstjóri rafmagns á Suðurnesjum
HS Veitur hf

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Flutningamenn óskast - Movers needed
Flutningaþjónustan ehf.