Slippurinn Akureyri ehf
Slippurinn Akureyri ehf
Slippurinn Akureyri ehf

Verkstjóri framleiðslu DNG færavinda

Við leitum að metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi í stöðu verkstjóra yfir framleiðslu á DNG færavindum. Í þessu lykilhlutverki munt þú leiða framleiðsluferli hátæknibúnaðar sem er eftirsóttur á innanlands- og alþjóðamarkaði. Þetta er spennandi tækifæri fyrir einstakling sem hefur áhuga á að vaxa í krefjandi starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun og skipulagning framleiðslu DNG færavinda
  • Gæðaeftirlit og ábyrgð á að framleiðsla standist ströngustu kröfur
  • Samsetning og prófun á færavindum, þ.m.t. rafmagnssamsetning og lokaprófanir
  • Umsjón með vörulager og innkaupum á íhlutum í samráði við yfirmann
  • Skýrslugerð um framleiðsluafköst og framvindu verkefna
  • Samskipti við birgja og samstarfsfólk í öðrum deildum
  • Þátttaka í umbótaverkefnum til að auka skilvirkni framleiðsluferla 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun æskileg, sérstaklega rafeindavirkjun eða rafvirkjun
  • Reynsla af framleiðslustörfum eða verkstjórn er kostur
  • Góður skilningur á framleiðsluferlum og gæðastjórnun
  • Góð tölvukunnátta og geta til að tileinka sér ný tæknibúnað og kerfi
  • Enskukunnátta til að geta lesið tæknilýsingar og átt samskipti við erlenda birgja
  • Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og nákvæmni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu 
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur31. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Naustatangi 2, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar