
Slippurinn Akureyri ehf
Um vinnustaðinn
Fyrirtækið DNG ehf. var stofnað af einstaklingum árið 1982 og hófst framleiðsla á færavindum 1984. Í tímans rás hefur fyrirtækið komið að hönnun og framleiðslu margskonar rafeinda- og tæknibúnaðar. Snemma komu nokkur önnur fyrirtæki að rekstrinum og lögðu lið við að koma á framfæri nýjum gerðum af færavindum. Slippurinn Akureyri ehf. keypti allt hlutafé í DNG árið 2008. Helsta framleiðsla fyrirtækisins er DNG færavindan sem er smíðuð og samsett á Íslandi. Færavindan varð fljótt vinsæl meðal smábátasjómanna, jafnt innanlands sem utan. Fyrsta gerð DNG færavindunnar var verulega frábrugðin þeirri vindu sem framleidd hefur verið undanfarin ár. Eftir því sem tæknin þróaðist var hönnuð og markaðssett ný gerð árið 1986 sem oft hefur verið kölluð sú „Gamla Gráa“ í seinni tíð. Þessi vinda var framleidd næstu fjögur árin eða til 1990 við miklar vinsældir og er hún enn víða í fullri notkun. Næstu fimm árin, eða 1990-1995, var framleidd gerð sem kallast C-5000i sem var enn frekari þróun frá fyrri gerðum. Í byrjun árs 1995 kom síðan fram C-6000i vindan sem er þá í raun fjórða kynslóðin og er hún enn í framleiðslu. Miklar framfarir áttu sér stað með tilkomu þessarar gerðar enda hafði mikil þróun átt sér stað í rafeinda- og tölvutækni. Nokkrar breytingar hafa þó orðið á C-6000i vindunni í gegnum tíðina, einkum á hugbúnaði. Framleiðsla C-6000i færavindunnar er enn í gangi en 2014 var hafin vinna við þróun fimmtu kynslóðar vindu sem þegar hefur verið kynnt undir heitinu C-7000i. DNG ehf. starfar eftir ISO 9001 vottuðu gæðakerfi og er vörumerkið DNG er vel þekkt enda hefur fyrirtækið starfað í yfir 35 ár og á þeim tíma bæði auglýst vörur sínar og tekið þátt í fjölda vörusýninga í mörgum löndum. Framtíðarsýn DNG mótast fyrst og fremst af því að halda áfram að vera leiðandi á sviði færaveiða, bæði hvað varðar tækni og gæði. Fyrirtækið vill nýta og fylgja eftir þeim nýju möguleikum sem sífellt eru að skapast samfara þróun á sviði rafeindatækni. Það hefur verið DNG mikils virði að eiga tryggan heimamarkað sem fyrirtækið hefur átt gott samstarf við í gegnum árin. Þessi nálægð við reynsluríka notendur færavindunnar er ómetanleg og hefur það oft auðveldað ýmsar prófanir og vöruþróun.

Verkstjóri framleiðslu DNG færavinda
Við leitum að metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi í stöðu verkstjóra yfir framleiðslu á DNG færavindum. Í þessu lykilhlutverki munt þú leiða framleiðsluferli hátæknibúnaðar sem er eftirsóttur á innanlands- og alþjóðamarkaði. Þetta er spennandi tækifæri fyrir einstakling sem hefur áhuga á að vaxa í krefjandi starfsumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórnun og skipulagning framleiðslu DNG færavinda
- Gæðaeftirlit og ábyrgð á að framleiðsla standist ströngustu kröfur
- Samsetning og prófun á færavindum, þ.m.t. rafmagnssamsetning og lokaprófanir
- Umsjón með vörulager og innkaupum á íhlutum í samráði við yfirmann
- Skýrslugerð um framleiðsluafköst og framvindu verkefna
- Samskipti við birgja og samstarfsfólk í öðrum deildum
- Þátttaka í umbótaverkefnum til að auka skilvirkni framleiðsluferla
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun æskileg, sérstaklega rafeindavirkjun eða rafvirkjun
- Reynsla af framleiðslustörfum eða verkstjórn er kostur
- Góður skilningur á framleiðsluferlum og gæðastjórnun
- Góð tölvukunnátta og geta til að tileinka sér ný tæknibúnað og kerfi
- Enskukunnátta til að geta lesið tæknilýsingar og átt samskipti við erlenda birgja
- Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og nákvæmni
- Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur31. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Naustatangi 2, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiFagmennskaFrumkvæðiJákvæðniMetnaðurSkipulagTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Yfirverkstjóri á Hvammstanga
Vegagerðin

Verkstjóri - Húsavík
Terra hf.

Ábyrgðarfulltrúi hjá Brimborg
Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg

Spennandi tækifæri hjá Alvotech / Maintenance Technician
Alvotech hf

Rafvirki / Facility Maintenance Electrician
Alvotech hf

Rafmiðlun leitar eftir rafvirkjum og hafa áhuga á að slást í hópinn okkar?
Rafmiðlun

Hópstjóri sérverkefna á Akureyri / Group Leader for Special Solutions in Akureyri
Dagar hf.

Ert þú rafvirki / rafvirkjanemi?
Olíudreifing þjónusta

Hópstjóri sérhæfðs viðhalds
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur í rekstri stjórn- og varnarbúnaðar
Landsnet hf.

Bifvélavirki / Mechanic
Lotus Car Rental ehf.

Sérfræðingur flugverndarbúnaðar
Isavia / Keflavíkurflugvöllur