

Hópstjóri sérhæfðs viðhalds
Við óskum eftir að ráða jákvæðan og drífandi starfsmann í stöðu hópstjóra á Keflavíkurflugvelli. Hópstjóri tilheyrir deild Viðhaldsstjórnunar og leiðir hóp starfsfólks sem sinnir sérhæfðu viðhaldi eigna. Eignirnar eru meðal annars aðgangsstýringar, landgöngubrýr, dokkur, hlið, skimunarbúnaður, snefilgreiningartæki, bakkakerfi, málmleitarhlið og fleira. Hópstjóri Sérhæfðs Viðhalds ber ábyrgð á verkstjórn hópsins. Hann ber ábyrgð á að byggja upp öflugt, árangursmiðað teymi og vinnur að því að skapa jákvæða og uppbyggjandi menningu með áherslu á góða þjónustu, öryggi og gæði í hverju verki.
Helstu verkefni:
- Dagleg umsjón og verkstjórn starfsfólks
- Skipulagning daglegra verkfunda
- Skipulagning viðhaldsvinnu í samræmi við viðhaldsáætlanir
- Skipulagning innkaupa í samráði við eignastjóra og/eða deildarstjóra
- Þátttaka í verkefnum stjórnendateymis einingarinnar
- Umsjón með rekstri verkstæðis
Hæfniskröfur:
- Sveinspróf í iðngrein sem nýtist í starfi
- Menntun í rafiðngrein er kostur
- Reynsla af verkstjórn teyma
- Hæfni til að leiða og byggja upp árangursrík teymi
- Frumkvæði, þjónustulund og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslensku- og enskukunnátta í mæltu og rituðu máli
- Bílpróf
Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.
Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.
Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.
Umsóknarfrestur er til og með 27.nóvember 2025.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Þórhildur Gunnarsdóttir, í síma 896-9353 eða í gegnum netfangið [email protected].
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.
Íslenska
Enska










