
Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi | Brimborg
Brimborg er sölu- og þjónustuaðili Mazda, Peugeot, Citroën og Opel á Íslandi.
Brimborg er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á bílamarkaði með umboð fyrir mörg af þekktustu bílamerkjum heims en auk Mazda, Peugeot, Citroën og Opel hefur Brimborg umboð fyrir Volvo, Ford og Polestar, ásamt Volvo vörubílum, Volvo vinnuvélum og Volvo Penta bátavélum auk hágæða hjólbarða frá Nokian.
Fyrirtækið rekur í dag bílaumboð, bílasölu fyrir fólksbifreiðar, atvinnubíla- og atvinnutæki, bílaleigu og víðtæka varahluta- og verkstæðisþjónustu fyrir bíla og atvinnutæki.

Ábyrgðarfulltrúi hjá Brimborg
- Staðsetning: Bíldshöfði 8, Reykjavík
- Starfshlutfall: 100%
Brimborg leitar að ábyrgum, skipulögðum og drífandi einstaklingi í starf ábyrgðarfulltrúa. Við leitum að einstaklingi sem sýnir frumkvæði og leggur metnað í vönduð vinnubrögð.
Brimborg er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á bílamarkaði með umboð fyrir mörg af þekktustu bílamerkjum heims eins og Mazda, Peugeot, Citroën, Opel, Ford, Volvo og Polestar.
Við leitum að einstaklingi sem:
- Er skipulagður, samviskusamur og metnaðarfullur
- Nýtur sín í krefjandi og markmiðadrifnu umhverfi
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skráning og eftirfylgni ábyrgðarkrafa til birgja
- Eftirlit og eftirfylgni með innköllunum frá birgjum
- Ráðgjöf og þjónusta við innri og ytri viðskiptavini
- Samskipti og upplýsingagjöf til þjónustuaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nákvæmni, skipulagshæfni og góð tölugleggni
- Færni í notkun upplýsingatæknikerfa
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
- Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
- Snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Stúdentspróf eða iðnmenntun sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
Við bjóðum:
- Skemmtilegt og fjölbreytt starf hjá metnaðarfullu fyrirtæki
- Öflugt starfsmannafélag með fjölbreyttum viðburðum
- Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddan hádegismat
- Afslætti af vöru- og þjónustu
- Árlegan íþrótta- og heilsustyrk
- Frí á afmælisdegi
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur8. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Bíldshöfði 8, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiNákvæmniÖkuréttindiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)

Verkstjóri framleiðslu DNG færavinda
Slippurinn Akureyri ehf

🔧 Traustur, handlaginn og skipulagður? Við viljum þig í viðhaldið
Katla Fitness

Sérfræðingur á sviði öryggiskerfa.
Tengill ehf

Tæknisnillingur í vél- og hugbúnaði
Securitas

Lagerstarf - Varahlutir - Bifreiðar
Vélrás

Austurland-Tæknistarf á ferðinni
Securitas

Norræna húsið í Reykjavík leitar að metnaðarfullum og hæfum tæknimanni
Norrænahúsið

Rafvirki eða rafvirkjanemi
Rafsveinn ehf