
Slippurinn Akureyri ehf.
Slippurinn Akureyri ehf. veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins, einnig hefur Slippnum orðið ágengt á erlendum markaði upp á síðakastið. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur. Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Skipaþjónusta Slippsins Akureyri annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra. Þá færast svonefnd landverkefni stöðugt í aukana hjá fyrirtækinu. Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn og vélvirkjar. Helstu þættir í skipaþjónustu Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir og ryðfrí smíði auk innréttingasmíði og hvers konar viðhalds á tréskipum. Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni.

Verkstjóri vélsmiðju
Við leitum að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi til að leiða teymi okkar í spennandi og krefjandi verkefnum. Starfið felur í sér stjórnun, skipulagningu og framkvæmd verkefna á vélsmiðju Slippsins í samráði við yfirverkstjóra og verkstjóra annarra sviða
Ef þú ert með sveinspróf eða hærra stig í vélvirkjun, reynslu í stjórnun og hefur áhuga á að leiða teymi í þróun og vexti, þá er þetta tækifærið fyrir þig!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning og stjórnun á verkum og verkefnum, unnið í Asana.
- Leiða og stjórna starfsmönnum deildarinnar.
- Umsjón með verkstæði, tækjum og útbúnaði.
- Gæðastjórnun og gæðaeftirlit.
- Ábyrgð á öryggismálum á vinnusvæðinu.
- Umsjón með skráningu starfsmanna, vélavinnu og efnis.
- Útvegun efnis og varahluta, ásamt þátttöku í mannaflaáætlunum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinsbréf eða hærra stig í vélvirkjun eða vélstjórn.
- Reynsla af stjórnun og forystu.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Góð samskiptahæfni og geta til að leiða teymi og vinna með öðrum.
Auglýsing birt25. nóvember 2025
Umsóknarfrestur31. desember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Naustatangi 2, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FagmennskaFrumkvæðiMannleg samskiptiMetnaðurSamviskusemiSkipulagTeymisvinnaVélvirkjun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri - Skipaþjónusta
Slippurinn Akureyri ehf.

Starfsmaður óskast
Þurrkþjónustan ehf

Yfirverkstjóri á Hvammstanga
Vegagerðin

Verkstjóri framleiðslu DNG færavinda
Slippurinn Akureyri ehf

Verkstjóri - Húsavík
Terra hf.

Viðgerðarmaður/mechanics
Vélaverkstæði Patreksfjarðar

Spennandi tækifæri hjá Alvotech / Maintenance Technician
Alvotech hf

Starfsmann vantar í plötuvinnslu
Geislatækni

Starfsmaður á þjónustustöðinni á Akureyri
Vegagerðin

Húsvörður
Fjarðabyggð

Vélvirki/Vélstjóri eða vanur vélamaður (Mechanic)
Ísfugl ehf

Rekstrar- og tæknistjóri bílastæðahúss Nýs Landspítala ohf.
Nýr Landspítali ohf.