Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Verkstjóri á þjónustustöð, Ísafjörður

Vegagerðin rekur 18 þjónustustöðvar víðs vegar um landið og sjá þær um almenna þjónustu og viðhald vega og vegbúnaðar á sínu starfssvæði. Hlutverk þjónustustöðva er að sjá til þess að ástand vega, vegsvæða og samgöngumannvirkja sé þannig að umferð gangi sem greiðast og öruggast fyrir sig, allan ársins hring.

Starf verkstjóra við þjónustustöðina á Ísafirði er laust til umsóknar. Verkstjóri hefur umsjón og eftirlit með verkefnum á þjónustustöðinni og sér til þess að þau séu unnin í samræmi við áætlanir og öryggisstefnu Vegagerðarinnar. Verkstjóri er staðgengill yfirverkstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn þjónusta, eftirlit og verkstjórn í viðhaldi vega, jarðganga og vegbúnaðar á svæði þjónustustöðvarinnar. 
  • Eftirlit í vetrarþjónustu með færð á vegum, upplýsingagjöf og stjórnun snjómoksturs í samvinnu við yfirverkstjóra og vaktstöð Vegagerðarinnar.
  • Samskipti og eftirlit með verktökum.
  • Vinnur bakvaktir í vetrarþjónustu og er aðgengilegur ef þörf skapast, s.s. vegna veðurs, náttúruvár og slysa.
  • Gætir að öryggi starfsfólks þjónustustöðvar og vegfarenda á vinnusvæðum og fylgir öryggisreglum þar að lútandi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun æskileg eða annað nám sem nýtist í starfi
  • Reynsla af stjórnun æskileg
  • Verkstjórnarnámskeið eða sambærilegt er æskilegt
  • Almenn ökuréttindi er skilyrði, meirapróf og/ eða vinnuvélaréttindi æskileg
  • Starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
  • Góð öryggisvitund
Auglýsing birt17. desember 2025
Umsóknarfrestur12. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Dagverðardalur 1, 400 Ísafjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar