Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Umburðarlyndur og lausnamiðaður starfskraftur óskast í viðbragðsteymi

Ert þú að leita þér að gefandi en krefjandi starfi við fjölbreyttar aðstæður? Þá erum við að leita af þér. Norðurmiðstöð óskar eftir hressu og umhyggjusömu starfsfólki til starfa í viðbragðsteymi heimaþjónustu. Um er að ræða hlutastörf á dagvinnutíma og er ráðningartímabil samkomulag.

Starfsfólk óskast til starfa í viðbragðsteymi heimaþjónustu. Um er að ræða hlutastarf í dagvinnu og er ráðningartímabil samkomulag. Starfshlutfall getur verið 40-80% eða eftir samkomulagi. Starfið hentar vel með námi, s.s. á félags-, heilbrigðis- eða menntavísindasviði.

Í teyminu starfar þéttur og samheldinn starfsmannahópur, sem leggur metnað í að aðstoða og styðja fólk við að koma heimili sínu í betra horf. Má þar meðal annars nefna stuðning við skipulagningu, almenn þrif, ásamt losun á sorpi og ónýttum hlutum. Teymið leggur sig fram við að veita persónumiðaða og sveigjanlega þjónustu, sem stuðlar að auknu sjálfstæði og virkri samfélagsþátttöku fólks. Áhersla er lögð á opin og jákvæð samskipti, virðingu og liðsheild.

Starfið býður upp á fjölbreyttar áskoranir. Unnið er á heimilum notenda þar sem mikil þörf er á aðstoð og geta notendur meðal annars átt við geðræn veikindi og/eða fíknivanda að stríða. Mikilvægt er að viðkomandi treysti sér í að sinna verkefnum inni á heimilum við krefjandi aðstæður.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að hvetja og styðja einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð innan heimilisins, svo sem við tiltekt, þrif og/eða skipulagningu.
  • Veita félagslegan stuðning og hvatningu er varðar umhirðu heimilis og/eða persónulega umhirðu, ásamt því að styðja notendur við að þiggja almenna félagsþjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun, s.s. á félags-, heilbrigðis- eða menntavísindasviði
  • Íslenskukunnátta á stigi B1-C1, samkvæmt samevrópska matskvarðanum 
  • Gild ökuréttindi á beinskiptan bíl
  • 20 ára aldurstakmark
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
  • Umburðarlyndi og virðing fyrir manneskjunni í hvaða aðstæðum sem er
  • Jákvæðni, sveigjanleiki og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Dugnaður og gott verkvit
  • Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymi
  • Reynsla af krefjandi verkefnum í félagslegri heimaþjónustu eða umönnun kostur
  • Reynsla af vinnu með fólki í fíknivanda kostur
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Menningar- og sundkort Reykjavíkur
  • Aðgengi að stuðnings- og ráðgjafateymi
Auglýsing birt9. janúar 2026
Umsóknarfrestur23. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar