Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Flokkstjóri í heimaþjónustu Hátúni 10

Við leitum að öflugum og hressum flokkstjóra! Flokkstjóri heimaþjónustu sinnir þjónustu fyrir fólk með skerta getu við ýmsar athafnir daglegs lífs. Flokkstjóri leysir forstöðumann af þegar á þarf að halda. Um er að ræða 100% dagvinnu.

Heimaþjónustan Hátúni 10 óskar eftir að ráða flokkstjóra í 100% dagvinnu. Við leggjum áherslu á opin og jákvæð samskipti, virðingu og liðsheild. Teymið leggur metnað í að aðstoða fólk með skerta getu við ýmsar athafnir daglegs lífs. Má þar nefna stuðning við þrif, innkaup, hreyfingu, lyfjagjafir, félagslegan stuðning og fleira.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leysir forstöðumann af þegar hann er ekki við
  • Skipulag og framþróun þjónustu í samráði við forstöðumann
  • Félagslegur stuðningur við íbúa
  • Innlit og stuðningur við íbúa
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi kostur
  • Sjálfstæð og áreiðanleg vinnubrögð
  • Jákvæðni og virðing
  • Góð leiðtoga- og samskiptahæfni
  • Góð íslensku kunnátta
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
  • Sund- og menningarkort Reykjavíkurborgar
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Stytting vinnuvikunnar
Auglýsing birt22. desember 2025
Umsóknarfrestur11. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar