Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Deildarstjóri í búsetukjarna Rökkvatjörn 3

Laus er staða deildarstjóra í búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Um framtíðarstarf er að ræða í 100% stöðu, þar sem unnið er að hluta á vöktum. Í Rökkvatjörn búa sex einstaklingar og veitt er sólahringsþjónusta. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, þjónandi leiðsögn og valdeflingu. Í Rökkvatjörn er áhersla lögð á jákvæð og uppbyggileg samskipti og miðar þjónustan að því að efla færni og lífsgæði íbúa sem gerir þeim kleift að lifa sjálfstæðu lífi. Fjölbreytt starf í nýlegum búsetukjarna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hefur yfirsýn yfir þjónustuþarfir íbúa og ber ábyrgð á að starfsemin mæti þeirra þörfum.
  • Ber faglega ábyrgð á og hefur umsjón með framkvæmd þjónustu í samvinnu við forstöðumann og vinnur með íbúum á grundvelli einstaklingsáætlana.
  • Stýrir daglegum stöfum annarra starfsmanna í samráði við forstöðumenn.
  • Veitir leiðsögn og tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu varðandi faglegt starf.
  • Gerir einstaklingsáætlanir í samvinnu við íbúa, starfsmenn og forstöðumann.
  • Hvetur og styður íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni, leiðbeinir og aðstoðar við athafnir daglegs lífs, heimilishald og dagleg störf.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði félags- heilbrigðis- og/eða menntavísinda eða sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum.
  • Þekking og reynsla af vinnu með hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar og sjálfstæðs lífs.
  • Þekking á tákn með tali kostur.
  • Afburðarhæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Íslenskukunnátta B2 eða hærra (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma).
  • Ökuréttindi B.
  • Hreint sakarvottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika
  • Heilsustyrkur
  • Sundkort að sundlaugum Reykjavíkurborgar
  • Menningarkort
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt9. desember 2025
Umsóknarfrestur23. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar