
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Sjúkraliði óskast í heimahjúkrun
Vesturmiðstöð leitar að öflugum sjúkraliða til starfa í heimahjúkrun. Um er að ræða ótímabundið starf í vaktavinnu í 100% starfshlutfalli á sólarhringsstað. Jákvæðni og liðsheild einkennir vinnustaðinn. Lögð er áhersla á þverfaglegt starf í samráði við þjónustuþega sem hafa fjölbreyttar hjúkrunarþarfir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfað er eftir gæðastefnu velferðarsviðs og hugmyndafræði heimahjúkrunar
- Hjúkrunarþjónusta í heimahúsi í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar og þjónustuþega
- Taka virkan þátt í starfsemi teymis
- Sinna sérhæfðri hjúkrunarmeðferð í samráði við teymisstjóra
- Taka þátt í eftirfylgni og mati á hjúkrunaráætlunum í samvinnu við teymisstjóra hjúkrunar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Starfsreynsla sem sjúkraliði í 3-5 ár
- Sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
- Góð samskipta-og skipulagshæfni
- Íslenska, gott málfar og góður frágangur á texta (B1-B2 skv. evrópska tungumálarammanum)
- Reynsla af teymisvinnu og vinna með hjúkrunaráætlun er kostur
- Þekking á sjúkraskrákerfinu SÖGU æskilegt
- Viðbótarnám er æskilegt
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks sem og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Menningarkort
- Frítt í sundlaugar Reykjavíkurborgar
- Aðgengi að stuðnings- og ráðgjafateymi borgarinnar
Auglýsing birt5. desember 2025
Umsóknarfrestur11. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Lindargata 59, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Sjúkraliði
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)

Starfsfólk til starfa við heimastuðning
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri á heimili fyrir börn
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skemmtilegt starf á íbúðakjarna í Breiðholti
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Iðjuþjálfi í heimhjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Hefur þú áhuga á geðheilbrigðismálum? Spennandi starf á íbúðarkjarna í Laugardal
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)

Traust aðstoðarkona óskast
NPA miðstöðin

Sjúkraliðar
Kjarkur endurhæfing

Sjúkraliði á kvenlækningadeild 21A
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Sjúkraliði á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild
Landspítali

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Ævintýragjarnt aðstoðarfólk óskast í hlutastarf
NPA miðstöðin

Sjúkraliði - Sjúkrahótel við Hringbraut
Landspítali

Sjúkraliði á kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild
Landspítali

Fjölbreytt og skemmtilegt starf á Tannlæknastofu
Tannlæknastofa Grafarvogs

Sérhæfður sjúkraliði á Öldrunarlækningadeild L3
Landspítali

Sjúkraliði og stuðningsfulltrúar óskast til starfa
Ás styrktarfélag