

Stuðningsfulltrúi óskast í SkaHm þekkingarmiðstöð
Stutt starfslýsing
SkaHm er heildstæð þjónusta fyrir börn með tilfinninga- og hegðunarvanda sem og fjölskyldur þeirra. Óskað er eftir stuðningsfulltrúa á Dvalarsviði í SkaHm á morgun-, kvöld- og næturvaktir.
Löng starfslýsing
SkaHm óskar eftir metnaðarfullum stuðningsfulltrúa til starfa með börnum og ungmennum.
Þjónusta SkaHm skiptist í tvö svið, Dvalarsvið og Ráðgjafarsvið.
Undir Dvalarsviði er Styrkur og Dvöl.
Styrkur – Þar sem markmiðið eru að styðja barnið við að efla félagsfærni, sjálfstæði og virkni í daglegum athöfnum. Stuðningurinn fer annars vegar fram í einstaklingsstarfi og hins vegar í hópastarfi.
Dvöl – Er sólarhringsþjónusta þar sem markmiðið er að veita börnum og foreldrum tímabundna hvíld með það að leiðarljósi að draga úr streituvaldandi aðstæðum sem hafa skapast inn á heimili. Auk þess felst starfsemin í því að styðja barnið í athöfnum daglegs lífs.
Laus staða er á Dvalarsviði.
Helstu verkefni og ábyrgð
· Mæta þörfum barns á heildstæðan og einstaklingsbundinn hátt.
· Styðja barnið við þær daglegu athafnir sem það þarf.
· Fylgja eftir einstaklingsáætlun barnsins og verklagsreglum.
· Aðstoða einstaklinga varðandi félagslega og heilsufarslega þætti.
· Önnur tilfallandi verkefni sem snúa að skammtímadvölinni.
Hæfniskröfur
· Góð almenn menntun.
· Bílpróf.
· Þekking og reynsla af starfi með börnum með margþættan vanda æskileg.
· Jákvætt viðmót og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
· Frumkvæði, jákvæðni, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
· Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri.
· Hreint sakavottorð samkvæmt reglum Reykjavíkurborgar.
· Góð íslensku kunnátta á stigi B2 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma).https://www.coe.int/en/web/portfolio/self-assessment-grid?iframe=true
Um er að ræða vaktarvinnu þar sem unnið er á dag-, kvöld- og næturvöktum, sem og aðra hvora helgi. Starfshlutfall er á milli 30% - 75% eftir samkomulagi.
Laun samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Nánari upplýsingar um starfið veita Sandra Óskarsdóttir teymisstjóri á Dvalarsviði í netfanginu [email protected] og Einar Þór Haraldsson teymisstjóri á Dvalarsviði í netfanginu [email protected]
Íslenska


















