
Slippurinn Akureyri ehf
Um vinnustaðinn
Slippurinn Akureyri ehf. veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins, einnig hefur Slippnum orðið ágengt á erlendum markaði upp á síðakastið. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur. Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Skipaþjónusta Slippsins Akureyri annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra. Þá færast svonefnd landverkefni stöðugt í aukana hjá fyrirtækinu. Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn og vélvirkjar. Helstu þættir í skipaþjónustu Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir og ryðfrí smíði auk innréttingasmíði og hvers konar viðhalds á tréskipum. Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni.

Þrif og aðstoð í mötuneyti
Slippurinn auglýsir eftir ábyrgum og duglegum starfsmanni í þrif og aðstoð í mötuneyti. Um er að ræða 100% starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Þrif á gistirými félagsins
-
Þrif á kaffistofum
-
Þrif á snyrtingum og sameiginlegum rýmum
-
Aðstoð í mötuneyti eftir annartíma
-
Undirbúningur, frágangur og uppvask í mötuneyti
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Reynsla af þrifum og/eða mötuneytisstörfum er kostur
-
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
-
Góð þjónustulund og jákvætt viðmót
-
Áreiðanleiki og stundvísi
Fríðindi í starfi
-
Samkeppnishæf laun
-
Góðan starfsanda
- Heilsustyrk
- Niðurgreitt mötuneyti
Auglýsing birt8. janúar 2026
Umsóknarfrestur23. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Naustatangi 2, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
ÁkveðniFrumkvæðiJákvæðniSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Mörk - Matartæknir/reyndur starfsmaður í eldhúsi óskast til starfa
Mörk hjúkrunarheimili

Starfsmaður í eldhúsi - sumarstörf
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili

Umburðarlyndur og lausnamiðaður starfskraftur óskast í viðbragðsteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Störf í ræstingum á Höfuðborgarsvæðinu / Cleaning jobs in Capital Area
Cares ehf.

Aðstoðarmaður í bakarí / Bakery assistant
Gulli Arnar ehf

Housekeeping
Eldhraun Holiday Homes

Housekeeping Attendant
Radisson Blu 1919 Hotel

Matreiðslumaður óskast
Hótel Hvolsvöllur

Starfsmaður í veitingaþjónustu
Lux veitingar

Mötuneyti - Leikskóli í Hafnarfirði
Matarstund

Bilstjóri (Driver) óskast til starfa hjá iClean
iClean ehf.

Ræstingastjóri óskast til starfa hjá iClean við Landspítala
iClean ehf.