
Mörk hjúkrunarheimili
Á Mörk hjúkrunarheimili búa 113 heimilismenn á ellefu notalegum heimilum. Mörk starfar eftir Eden hugmyndafræðinni.
Mörk hjúkrunarheimili er hluti af Grundarheimilunum en þar starfar stór og samheldinn hópur starfsmanna að því að hlúa að öldruðum af alúð.
Markmið Grundarheimilanna er að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem vellíðan, virðing og vinátta eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð er áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð og heimilislegt umhverfi.

Mörk - Matartæknir/reyndur starfsmaður í eldhúsi óskast til starfa
Við hjá Mörk hjúkrunarheimili leitum að metnaðarfullum og duglegum Matartækni / reyndum starfsmanni í eldhúsið okkar.
Um er að ræða 100% starfshlutfall. Greitt er eftir kjarasamningi Sameykis og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu eða eftir kjarasamningi Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfsmaður í eldhúsi sér um undirbúning matar og matseld auk tiltekt pantana til deilda, móttöku og frágangi á vörum frá birgjum, þrif í eldhúsi og sölum auk frágangs matvæla og uppvask.
Matartæknir ber ábyrgð á faglegu og rekstrarlegu skipulagi og stjórnun eldhúss í samvinnu við verkstjóra eldhúss. Hann hefur auk þess umsjón með daglegum rekstri, gæðum og ástandi véla, matvæla og tækjabúnaðar í samvinnu við verkstjóra eldhússins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Stundvísi og metnaður í starfi
- Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
- Matartæknir starfsleyfi (ef við á)
Auglýsing birt9. janúar 2026
Umsóknarfrestur17. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 66, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í eldhúsi - sumarstörf
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili

Aðstoðarmaður í bakarí / Bakery assistant
Gulli Arnar ehf

Matreiðslumaður óskast
Hótel Hvolsvöllur

Matreiðslumaður / Matráður
IKEA

Starfsmaður í veitingaþjónustu
Lux veitingar

Þrif og aðstoð í mötuneyti
Slippurinn Akureyri ehf

Matsveinn/matartæknir/matráður óskast í framreiðslueldhús á hjúkrunarheimilinu Eir
Eir hjúkrunarheimili

Mötuneyti - Leikskóli í Hafnarfirði
Matarstund

Kokkar & þjónar í sumarstarf - Chefs & waiters for 2026 season (june-august)
Langvía Ehf

Krikaskóli óskar eftir aðstoðarmanni í eldhús
Krikaskóli

Kvöld og helgarvinna / Evening / weekend
Ginger

Óskum eftir matartækni, matreiðslumanni eða manneskju sem er vön eldhúsvinnu
Vitinn veitingar ehf