
Starfsmaður í veitingaþjónustu
Lux veitingar óskar eftir öflugum og áreiðanlegum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi eldhússtörf
Við leitum að duglegum og ábyrgðarfullum starfsmanni sem hefur metnað til að taka þátt í vexti og uppbyggingu veisluþjónustu í fremstu röð.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni í eldhúsi Lux veitinga og er tilvalið fyrir einstakling sem hefur ástríðu fyrir matargerð, góðu skipulagi og vinnur vel undir álagi.
Um 100% starfshlutfall er að ræða. Vinnutími er þriðjudaga til laugardaga frá 8-16.
Helstu verkefni:
-
Undirbúningur og samsetning á smáréttum
-
Aðstoð við pökkun og framleiðslu
- Dagleg þrif og tilfallandi verkefni
Við leitum að einstaklingi sem býr yfir eftirfarandi eiginleikum:
-
Dugnaður, nákvæmni og jákvætt hugarfar
-
Brennandi áhugi á matargerð og veitingum
-
Sjálfstæði í vinnubrögðum og lipurð í samskiptum
-
Reynsla úr eldhúsi eða matvælavinnslu er mikill kostur
Við bjóðum upp á:
-
Fjölbreytt og spennandi starf í ört vaxandi fyrirtæki
-
Góðan starfsanda og samheldið teymi
-
Möguleika á frekari starfsþróun innan fyrirtækisins
Ef þú hefur áhuga á matargerð og vilt vera hluti af framsæknu veitingateymi – þá viljum við heyra frá þér!
Athugið að unnið er úr umsóknum um leið og þær berast.
- Sveinspróf í matreiðslu er kostur
- Stundvísi
- Snyrtimennska
- Góð íslensku og/ eða ensku kunnátta
Enska
Íslenska










