Atlantik
Atlantik
Atlantik

Mannauðssérfræðingur

Við leitum að þjónustulunduðum og lausnamiðuðum mannauðssérfræðingi til að styrkja mannauðsteymið okkar. Þetta er frábært tækifæri fyrir einstakling með góða samskiptahæfni, skipulagshugsun og áhuga á mannauðsmálum til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum sem snerta allt starfsfólk fyrirtækisins.

Mannauðssérfræðingur styður mannauðsstjóra í daglegri framkvæmd mannauðsmála og gegnir mikilvægu hlutverki í ráðningum, skráningum, fræðslu, ferlum og samskiptum við stjórnendur og starfsfólk. Hlutverkið er fjölbreytt, skiptir miklu máli fyrir rekstur og í skemmtilegu alþjóðlegu umhverfi ferðaþjónustu.

Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með þáttum ráðningarferla (umsóknir, samskipti, viðtalsundirbúningur).
  • Móttaka nýrra starfsmanna, skipulagning fyrstu daga og eftirfylgni á reynslutíma.
  • Söfnun og yfirferð tímaskýrslna í Tímon tímaskráningarkerfi
  • Skráning og uppfærsla launþega- og verktakaupplýsinga.
  • Undirbúningur gagna fyrir launavinnslu.
  • Innleiðing og uppfærsla á starfsmannahandbók.
  • Skjalavinnsla tengd öryggis- og gæðahandbókum eftir þörfum.
  • Verkefni tengd sjálfbærni ásamt umsjón og viðhaldi á Travelife sjálfbærnivottun Atlantik.
  • Skipuleggja fræðslu, námskeið og starfsþjálfun.
  • Umsjón og gerð nýrra fræðslugagna fyrir starfsþjálfun (t.d. handbækur, leiðbeiningarmyndbönd og gátlistar).
  • Skipuleggja viðburði í samstarfi við stjórnendur og starfsmannafélag.
  • Svara fyrirspurnum um réttindi, ferla og kerfi.
  • Veita hagnýta ráðgjöf og upplýsingagjöf.
  • Tryggja jákvæða upplifun starfsfólks í mannauðsferlum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi. M.Sc. í mannauðsstjórnun er æskilegt.
  • Reynsla af mannauðsmálum er kostur, en ekki skilyrði.
  • Góð færni í upplýsingatækni og reynsla af mannauðskerfum er kostur.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Frábær samskipta- og þjónustulund.
  • Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnu.
  • Jákvæð og lausnamiðuð nálgun gagnvart verkefnum og samstarfi.
Fríðindi í starfi
  • Faglegt, skemmtilegt og hlýlegt vinnuumhverfi.
  • Tækifæri til að hafa áhrif og þróa nýja ferla.
  • Fjölbreytt og lærdómsrík verkefni
  • Tækifæri til að þróa hæfni og vaxa í starfi
  • Öflugt félagslíf og reglulegir viðburðir
  • Aðgengi að fræðslu og starfsþróun.
  • Góð vinnuaðstaða og sveigjanlegur vinnutími.
  • Ýmis fríðindi tengd ferðaþjónstu innanlands.
Auglýsing birt5. janúar 2026
Umsóknarfrestur18. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Framúrskarandi
EnskaEnska
Valkvætt
Mjög góð
Staðsetning
Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.LaunavinnslaPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.MannauðsstjórnunPathCreated with Sketch.RáðningarPathCreated with Sketch.StarfsmannahaldPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Viðburðastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar