

Sérfræðingur í viðverustjórnun
Skrifstofa starfsþróunar og starfsumhverfis óskar að ráða sérfræðing á sviði viðverustjórnunar í 100% starf. Sérfræðingur í viðverustjórnun er hluti af þriggja manna teymi sem hefur það hlutverk að vinna að lægra veikindahlutfalli hjá Reykjavíkurborg, á grundvelli viðverustefnu Reykjavíkurborgar.
Meðal verkefna eru ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur um viðverusamtöl, endurkomusamtöl og aðrar aðgerðir, auk kynningar- og fræðslustarfs. Unnið er náið með starfsfólki mannauðsmála á sviðum borgarinnar og með sérfræðingum mannauðs- og starfsumhverfissviðs.
Skrifstofa starfsþróunar og starfsumhverfis er hluti af mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar og ber ábyrgð á og veitir ráðgjöf um heilsueflingu, viðverustjórnun, öryggi og vinnuvernd, fræðslu og innri miðlun. Mannauðs- og starfsumhverfissvið er staðsett í Ráðhúsi Reykjavíkur en starfið felur í sér vinnu með stjórnendum á öllum sviðum borgarinnar á fjölbreyttum starfsstöðum um alla borg.
- Þátttaka í kynningum á vinnustöðum, viðverusamtölum, eftirfylgnisamtölum og endurkomusamtölum.
- Ráðgjöf við stjórnendur sem taka þátt í verkefninu.
- Þátttaka í mótun og þróun verklags um lækkun veikindahlutfalls hjá Reykjavíkurborg.
- Aðkoma að þróun fræðsluefnis fyrir stjórnendur og starfsfólk um viðverumál og afleiðingar hárra fjarvista.
- Markmiðasetning og utanumhald um árangursmælikvarða og mótun á vörðum um framgang verkefnisins.
- Aðkoma að stefnumótun um áframhaldandi þróun viðverustefnu.
- Þátttaka í vinnuhópum og öðrum verkefnum á sviði mannauðsmála.
- Háskólagráða sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála er æskileg.
- Reynsla af mannauðsmálum og ráðgjöf við stjórnendur er skilyrði.
- Reynsla í viðverustjórnun og samstarfi við trúnaðarlækna er æskileg.
- Reynsla af vinnu við mannauðskerfi (s.s. Vinnustund) og úrvinnslu gagna t.d. í Excel er kostur.
- Reynsla af skipulagi mönnunar eða vaktaskipulagningu er kostur.
- Færni í helstu Office forritum s.s. Teams, VivaEngage og Outlook.
- Sjálfstæði og frumkvæði.
- Ríkur þjónustuvilji og færni í samvinnu og samskiptum.
- Íslenskukunnátta á stigi C2 og enskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
- Áhugavert starf við mannauðsmál á stærsta vinnustað landsins
- 36 stunda vinnuviku í fullu starfi
- Heilsustyrk, menningarkort og frítt í sund
- Samgöngusamning
- Gott mötuneyti
Íslenska
Enska










