
Klettur - sala og þjónusta ehf
Saga Kletts og forvera félagsins nær aftur til 1947 og er því óhætt að segja að félagið byggi á traustum grunni sérhæfðrar þekkingar og reynslu. Árið 2010 markaði nýtt upphaf en þá hófst starfsemi Kletts sem tók yfir allan rekstur vélasviðs Heklu. Allar götur síðan hefur Klettur verið leiðandi í sölu og þjónustu sem nær yfir breiða línu vinnuvéla, aflvéla, rafstöðva, lyftara, rafgeyma, hleðslukrana, hjólbarða, vöruflutninga- og hópferðabíla, gíra og skrúfubúnaðar. Klettur býður einnig upp á ýmsan hliðarbúnað og fylgihluti frá þekktum vörumerkjum.
Helstu vörumerki félagsins eru Caterpillar vinnuvélar, aflvélar, rafstöðvar og lyftarar, Perkins aflvélar og rafstöðvar, Scania vöruflutninga- og hópferðabifreiðar, Scania aflvélar og rafstöðvar, Goodyear, Dunlop, Sava, Fulda, og Maxam hjólbarðar, Ingersoll Rand loftpressur, Mitsubishi gufuaflstúrbínur, ZF gírar, Hiab hleðslukaranar og gámakrókar, Scana Volda skrúfu- og gírbúnaður, Ausa vinnuvélar, Multione liðléttingar, Hubtex lyftarar, Hawker neyslurafgeymar, Langendorf vagnar og pallar og Larue snjóblásarar. Félagið hefur starfað í marga áratugi með helstu birgjum sínum og er meðal elstu umboðsaðila þeirra vörumerkja í Evrópu.
Félagið og starfsmenn leggja metnað sinn í að vera leiðandi í sölu og þjónustu á þeim mörkuðum sem félagið vinnur á og að þær vörur og þjónusta sem boðið er uppá hjálpi viðskiptavinum Kletts að ná sem bestum árangri.

Innkaupafulltrúi
Klettur leitar að innkaupafulltrúa til að ganga til liðs við öflugt teymi starfsmanna í varahlutaverslun Kletts, Klettagörðum 8-10. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og ber innkaupafulltrúi ábyrgð á innkaupum á vörum fyrir Þjónustusvið félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Birgðastýrin og áætlunargerð
- Innflutningur og samskipti við flutningsaðila
- Yfirfara verðútreikninga
- Samskipti við innlenda og erlenda birgja
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólmenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af birgðastýringu og innkaupum
- Þekking á AGR er mikill kostur.
- Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í tali og riti er skilyrði
- Nákvæmni, stundvísi og góð samstarfs- og samskiptahæfni
Fríðindi í starfi
Niðurgreiddur hádegisverður
Starfsmannfélag sem heldur viðburði reglulega
Íþróttastyrkur
Afsláttur af vörum og þjónustu fyrirtækisins
Auglýsing birt6. janúar 2026
Umsóknarfrestur26. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Klettagarðar 8-10 8R, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiNákvæmniStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Markaðssérfræðingur/ Marketing Specialist
Hefring Marine

Þjónustufulltrúi í þjónustuveri BHM
BHM

Sölumaður - Prívat lúxusferðir
Deluxe Iceland

Sérfræðingur í upplýsingaöryggisdeild
Íslensk erfðagreining

Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup

Pólsku- og íslenskumælandi starfsmaður í fullt starf
Verkalýðsfélagið Hlíf

Bókari og Uppgjörsaðili
Fjárheimar ehf.

Gjaldkeri og Innheimtuaðili: 50-100% Starfshlutfall
Key Car Rental

Account Manager - Sérfræðingur í innkaupateymi
Icelandair

Skrifstofustjóri - Áslandsskóli
Hafnarfjarðarbær

Sérfræðingur í viðverustjórnun
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið

Gjaldkeri - Innheimtufulltrúi
Avis og Budget