Íslenskar fasteignir ehf.
Íslenskar fasteignir ehf.

Verkefna- og hönnunarstjórn

Íslenskar fasteignir (ÍF) leita að metnaðarfullum, skapandi og skipulögðum einstaklingi til að taka þátt í og leiða fjölbreytt verkefni á sviði hönnunar, þróunar og byggingaframkvæmda.

Starfið hentar jafnt arkitektum, byggingarfræðingum, verkfræðingum eða verkefnastjórum – og einnig námsmönnum á lokametrum náms, enda ekki skilyrði að námi sé lokið.

Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir einstakling sem vill hafa áhrif á þróun stærri fasteignaverkefna, svo sem hjúkrunarheimila, íbúða, þjónustu- og atvinnuhúsnæðis. Viðkomandi kemur að mótun verkefna allt frá hugmyndastigi til framkvæmda og fær tækifæri til að vinna með nýjustu stafrænu lausnum í hönnun og byggingarstjórnun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnastjórn og eftirfylgni með framvindu verkefna
  • Stýring og samhæfing hönnunarvinnu í samstarfi við arkitekta- og verkfræðistofur
  • Frumhönnun, tillögugerð og þátttaka í mótun nýrra fasteignaþróunarverkefna
  • Yfirumsjón innkaupaferla og samninga
  • Þróun og gerð uppdrátta, skilmála og gagna fyrir deiliskipulagsvinnu
  • Umsjón með gæðamálum og vottunarferlum í hönnun og framkvæmd
  • Vinna með stafrænum hönnunarlíkönum, þ.m.t. samræming líkana, árekstragreining (clash detection) og skipulagsvinna í VDC (Virtual Design & Construction)
  • Þátttaka í gerð sjónrænna verk-, tíma- og kostnaðaráætlana byggðum á BIM-líkönum
  • Notkun og stjórn verkefna í Autodesk Construction Cloud (ACC), Procore og öðrum byggingar- og hönnunarhugbúnaði
  • Samvinna við hönnunar- og framkvæmdateymi um samþættingu gæðastaðla, framleiðni og upplýsingaflæði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða nám sem nýtist í starfi, t.d. í arkitektúr, byggingarfræði, byggingarverkfræði, byggingartæknifræði eða verkefnastjórnun (ekki er skilyrði að námi sé lokið)
  • Reynsla af hönnun, BIM, verkefnastjórnun eða framkvæmdum er kostur en ekki skilyrði
  • Þekking eða áhugi á VDC, BIM-líkönum, árekstragreiningu og stafrænum vinnuferlum
  • Kunnátta eða reynsla af ACC, Procore, Navisworks, Revit, ArchiCAD, AutoCAD eða sambærilegum kerfum er kostur
  • Þekking á reglum um byggingaframkvæmdir, öryggis- og gæðamál er æskileg
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt, sýna frumkvæði og nákvæmni
  • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og þjónustulund
  • Skilvirk og lausnamiðuð nálgun og sterk greiningarhæfni
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
Auglýsing birt5. desember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Laun (á mánuði)1.000.000 - 1.400.000 kr.
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hagasmári 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar