Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður

Verkefnastjóri innkaupa og rekstrar

Við leitum að verkefnastjóra sem hefur metnað til að ná árangri, vinnur sjálfstætt og býr yfir góðri samskiptahæfni. Ef þú hefur gaman af því að vinna með fólki og vilt taka þátt í að skapa jákvæð áhrif í öflugu teymi, þá er þetta starf fyrir þig.

Um fullt starf er að ræða en starfið heyrir undir fjármála- og innkaupadeild á fjármála- og þjónustusviði sem starfar þvert á önnur svið bæjarins. Fjármála- og innkaupadeild hefur í höndum fjárstýringu, reikningshald, yfirumsjón með fjárhagsáætlun, lánastýringu, umsjón með gjaldskrám, innkaup og fleira.

Starf verkefnastjóra innkaupa og rekstrar er nýtt og fjölbreytt starf sem tengist breyttum áherslum og auknum kröfum um skilvirkni, samræmingu og gagnadrifna ákvarðanatöku í rekstri sveitarfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með innkaupamálum
  • Ráðgjöf og aðstoð við svið og stofnanir vegna innkaupa- og útboðsmála
  • Skipulagning, þróun og innleiðing innkaupaferla
  • Eftirfylgni með innkaupareglum og verklagi
  • Umsjón með rammasamningum
  • Yfirferð og ráðgjöf varðandi samninga um innkaup
  • Greining, samræming innkaupa og þarfagreiningar
  • Greining, ráðgjöf og upplýsingagjöf um rekstur og fjárfestingar
  • Aðstoð við undirbúning fjárhagsáætlunar
  • Öflun og utanumhald gagna fyrir mælaborð og eftirfylgni með mælikvörðum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði fjármála, viðskiptafræði, hagfræði eða verkfræði.
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur
  • Reynsla af samningagerð er kostur
  • Góð tölvukunnátta og færni í Excel 
  • Góð þekking og reynsla af Power BI er kostur
  • Góð þekking og reynsla af Business Central (BC) er kostur
  • Samskiptahæfni, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun
  • Rík þjónustulund, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
  • Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg
Fríðindi í starfi
  • Góður og sveigjanlegur vinnustaður
  • 36 stunda vinnuvika
  • Heilsueflingarstyrkur
Auglýsing birt9. janúar 2026
Umsóknarfrestur25. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Valkvætt
Mjög góð
Staðsetning
Dalbraut 4, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Microsoft Dynamics 365 Business CentralPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StefnumótunPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar