Lögreglustjórinn á Suðurnesjum
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Fjármálastjóri - Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er laus til umsóknar staða fjármálastjóra. Við leitum að drífandi og framsýnum einstaklingi í spennandi og krefjandi starfsumhverfi. Fjármálastjóri ber ábyrgð á fjármálum embættisins í umboði lögreglustjóra og situr í yfirstjórn embættisins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Við ráðningar hjá LSS er tekið mið af jafnréttisáætlun embættisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fjármálastjórn og reikningshald 
  • Gerð og eftirfylgni fjárhags- og rekstraráætlana 
  • Greining, úrvinnsla og miðlun fjárhagsupplýsinga 
  • Umsjón með innkaupum og samningagerð, gerð þjónustusamninga og uppgjör á þeim 
  • Ábyrgð á upplýsingatæknimálum og þróun þeirra 
  • Situr í yfirstjórn embættisins og tekur þátt í stefnumótun 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði 
  • Framhaldsmenntun á sviði fjármála er æskileg 
  • Haldbær reynsla af rekstrar- og fjármálastjórnun er nauðsynleg 
  • Þekking á opinberum rekstri og lögum um opinber fjármál 
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni 
  • Mjög góð þjónustulund, jákvætt viðhorf og sveigjanleiki 
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð og öguð vinnubrögð 
  • Mjög góð tölvukunnátta er nauðsynleg, þ.m.t. Excel, Power BI og annar Microsoft hugbúnaður 
  • Góð þekking á upplýsingatækniumhverfi og áhugi á þróun á því sviði 
  • Þekking á Orra fjárhagskerfi er kostur 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta 
Auglýsing birt8. janúar 2026
Umsóknarfrestur19. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Brekkustígur 39, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar