

IMI rafbílanámskeið þrep 2.2 - reglubundið viðhald
Námskeiðið er hannað fyrir þá sem vinna við almennar viðgerðir og viðhald og gætu þurft að þjónusta raf/tvinn bíla í störfum sem tengjast t.d.:
- Þjónustu og viðhaldi bifreiða
- Almennum viðgerðum
- Réttingu og málun
Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi töluverða almenna þekkingu á bifreiðum og æskilegt er að þátttakandi hafi sveinspróf innan bílgreinarinnar eða sambærilega menntun.
Námskeiðinu er ætlað að veita þátttakendum þá þekkingu og hæfni til að vinna á öruggan hátt við bifreiðar sem þurfa almennt viðhald og/eða orðið hafa fyrir tjóni og hætta er á að háspennukerfi hafi skemmst og því þörf á að aftengja háspennu kerfið.
Á námskeiðinu verður fjallað um:
- Fyrstu kynni við raf- og tvinnbíla
- Örugga vinnu við raf- og tvinnbíla
- Háspennurafhlöðuna
- Háspennukerfið
- Hleðslu
Þátttakendur sem ljúka þessu námskeiði mun því öðlast mikla þekkingu um hvernig eigi að umgangast raf/tvinn bíla og hvernig staðið að viðhaldi og viðgerðum raf/tvinn bifreiða.
Námskeiðið er vottað af Institute of the Motor Industry (IMI) í Bretlandi og lýkur með vefprófi í gegnum þeirra vefsvæði sem venjulega er tekið í húsakynnum Iðunnar undir lok námskeiðs og einnig verklegu prófi sem tengist aftengingu háspennukerfisin en venjulega fer það fram seinasta dag námskeiðs og tekur um 1,5 klst. á hvern þátttakenda. Vefprófið er krossapróf og er á ENSKU.