

IMI rafbílanámskeið á þrepi 1 - Akureyri
Ertu að umgangast raf- og tvinnbíla og vilt læra um grunnvirkni þeirra og hvað ber að varast?
Þetta námskeið er ætlað þeim sem eru í "non-technical" störfum s.s. fyrir sölumenn, verkstjóra, þjónustufulltrúa, þau sem starfa við bílaþvott, á bílaleigum og varahlutasölum en er opið fyrir alla sem vilja kynna sér grunn virkni raf- og tvinn bíla.
Námskeiðið er hannað til að veita þátttakendum grunnþekkingu hvað varðar örugga vinnuhætti, hættur og varúðarráðstafanir svo forðast megi slys þegar umgengist eru raf-tengiltvinn- eða tvinnbílar ásamt grunnþekkingu á háspennukerfum bifreiða.
Námsefni þessa námskeiðs hefur verið hannað til þess að gefa þátttakendum þá þekkingu sem þarf til að umgangast raf-, tengiltvinn og tvinnbíla á öruggan hátt. Á námskeiðinu er farið yfir:
· Týpur raf- og tvinnbíla í boði
· Hættur í tengslum við háspennukerfi bifreiða
· Umgengni raf- og tvinnbíla
· Hleðsla raf -og tvinnbíla
Námskeiðið er vottað af Institute of the Motor Industry (IMI) í Bretlandi og lýkur með staðbundnu vefprófi. Prófið fer fram á ENSKU.