Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur

Brunaþéttingar

Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa. Það er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna.

Þetta námskeið er fyrir alla sem koma að byggingarframkvæmdum og þurfa að þétta milli brunahólfa.

Markmið þess er að þátttakendur kunni skil á reglum um brunaþéttingar og efnum sem notuð eru til þeirra.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

  • Brunahólfun bygginga.
  • Kröfur til brunaþéttinga.
  • Brunaþol efna sem notuð eru til þéttinga milli brunahólfa.
  • Frágang brunaþéttinga.
  • Reglur um starfsleyfi

Námskeiðið er haldið skv. ákvæðum reglugerðar 1067/2011 um þjónustuaðila brunavarna. Það er haldið í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Í lok námskeiðs er stutt skriflegt próf. Þeir sem að lágmarki ná 7 á prófinu geta sótt um starfsleyfi til HMS til að annast brunaþéttingar.

 
Starts
30. Sep 2025
Type
On site
Timespan
1 times
Share
Send message
Share
Copy URL
Categories