Gerpla

þjálfun iðkenda með fötlun í íþróttum

Um er að ræða hópa fyrir iðkendur með fötlun. Alls eru tveir hópar sem um ræðir og æfa þeir 2x í viku. Aldur iðkenda er frá 8 ára. Þau eru að læra grunnhreyfingar í fimleikum, liðleika og styrktarþjálfun ásamt jafnvægis og samhæfingaræfingum. Um er að ræða mjög skemmtilega og gefandi hópa.

Vinnutími: Miðvikudagar og Föstudagar frá 17-19

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggja æfingar fyrir hópana og hvetja iðkendur áfram á æfingum á jákvæðan hátt. Vera í samskiptum við foreldra þar sem við á og vinna í góðu samstarfi við aðra þjálfara. Iðkendur taka þátt í einni sýningu á önninni og einhverjir hafa aldur og getu til að keppa í ákveðnum æfingum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áhugi að vinna með börnum og/eða fullorðnum með fötlun
  • Hreint sakavottorð
  • Bakgrunnur í íþróttum
  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur eins og kennaramenntun, þroskaþjálfi, kennari, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi
Auglýsing birt11. nóvember 2025
Umsóknarfrestur1. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Versalir 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Stundvísi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar