
Hrafninn frístundaklúbbur
Hrafninn er frístundaklúbbur fyrir börn með fötlun í 5. til 10. Bekk í grunnskólum Kópavogs sem eiga lögheimili í Kópavogi. Í frístundaklúbbnum gefst börnunum tækifæri til að dvelja við leik og skapandi störf eftir að skólastarfi lýkur. Markmið frístundaklúbbsins er að veita börnum sem þar dvelja öruggt athvarf og bjóða þeim upp á skipulagðar tómstundir við hæfi hvers og eins. Leiðarljós starfseminnar eru fagleg vinnubrögð, foreldrasamstarf og virðing fyrir einstaklingunum, aðstandendum þeirra og starfsfólki. Starfsemi Hrafnsins fellur undir lög um málefni fatlaðra.

Frístundaleiðbeinandi með stuðning
Leitað er að frístundaleiðbeinanda til að vinna með börnum og unglingum í frístundaklúbbnum Hrafninum. Mikilvægt er að viðkomandi hafi hæfni í mannlegum samskiptum og einlægan áhuga og ánægju af að vinna með börnum og unglinum með fötlun. Frístundaleiðbeinandi sinnir persónulegum stuðningi og hefur umsjón með daglegu skipulagi frístundastarfsins. Áhersla er lögð á virkt samráð og að efla sjálfstæði, færni og frumkvæði þátttakenda svo allir geti notið sín.
Æskilegt að umsækjendur hafi náð 20. aldursári.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinnir persónulegum stuðningi við börn og unglinga með fötlun
- Hefur umsjón með hópum, verkefnum og viðburðum í frístundastarfinu
- Vinnur markvisst að því að auka sjálfstæði, færni og virkni þeirra sem taka þátt í starfseminni
- Stuðlar að jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum við börn og unglinga
- Vinnur í anda lýðræðis á starfsstaðnum
- Sinnir öðrum verkefnum sem viðkomandi kunna að vera falin af yfirmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf æskilegt
- Reynsla af starfi með börnum og unglingum með fötlun æskileg
- Færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt11. nóvember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Skálaheiði 2, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

þjálfun iðkenda með fötlun í íþróttum
Gerpla

Leikskólakennari
heilsuleikskólinn Urriðaból II

Kennari eða reynslumikill leiðbeinandi óskast
Furugrund

Leikskólinn Völlur -Þroskaþjálfi/Sérkennari
Reykjanesbær

Þroskaþjálfi í Hagaskóla
Hagaskóli

Aðstoðarfólk í hlutastarf.
MG Þjónustan

Teymisstjóri óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsráðgjafi óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri óskast í nýjan íbúðakjarna
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Þroskaþjálfi - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær

Looking for a person with horse experience!
NPA miðstöðin

Viltu koma og starfa með geggjuðum hóp í Austurkór?
Austurkór