Furugrund
Furugrund
Furugrund

Kennari eða reynslumikill leiðbeinandi óskast

Leikskólinn Furugrund er staðsettur á frábærum stað í Fossvogsdalnum í Kópavogi. Leikskólinn er fimm deilda og staðsettur í tveimur húsum.

Við leitum að kennara eða reyndum leiðbeinanda til liðs við okkur tímabundið fram að næsta hausti með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Í leikskólanum starfar frábær mannauður, starfsmannaveltan er lág og hér starfar hátt hlutfall fagmenntaðra.

Helstu áherslur leikskólans eru að rækta með börnunum jákvæða sjálfsmynd og góða tilfinningagreind.

Einkunnarorð skólans eru virðing, hlýja, öryggi og traust og er það rauði þráðurinn í öllu okkar starfi.

Sérstök áhersla er lögð á uppeldisstefnu Jákvæðs aga og notkun Lausnahringsins.


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna.
  • Þátttaka í skipulagningu faglegs starfs viðkomandi deildar undir stjórn deildarstjóra.
  • Samskipti við foreldra og forráðamenn barna
  • Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
  • Starfið felur í sér almenna kennslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af vinnu með börnum.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 25.nóvember 2025. Ráðið verður í starfið eftir samkomulagi en æskilegt er að viðkomandi geti hafi störf sem fyrst. Möguleiki á hlutastarfi.

Þeir sem eru ráðnir til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að undirrita heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningavef Alfreðs.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Allir einstaklingar óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðunni: http://furugrund.kopavogur.is

Nánari upplýsingar um starfið gefur Eva Sif Jóhannsdóttir leikskólastjóri, sími 441-6301 eða Helga Hanna Þorsteinsdóttir, sími 441-6302. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið [email protected]

Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar
Auglýsing birt11. nóvember 2025
Umsóknarfrestur25. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Furugrund 1, 200 Kópavogur
Furugrund 3, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Stundvísi
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar