
Hagaskóli
Hagaskóli er safnskóli í Vesturbæ Reykjavíkur með rúmlega 600 nemendur í 8. til 10. bekk og um 80 starfsmenn þar sem lögð er áhersla á jákvæðan skólabrag, skapandi verkefni og leiðsagnarnám.
Þroskaþjálfi í Hagaskóla
Laus er til umsóknar staða þroskaþjálfa í Hagaskóla. Um er að ræða 100% stöðu.
Hagaskóli er safnskóli í Vesturbæ Reykjavíkur með rúmlega 600 nemendur í 8. – 10. bekk. Í Hagaskóla er lögð áhersla á jákvæðan skólabrag, fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, skapandi verkefni og innleiðingu á Menntastefnu Reykjavíkurborgar. Skólinn hefur tekið þátt í fjölbreyttum þróunarverkefnum á liðnum árum.
Umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, ferilskrá, menntunargögn og annað er málið varðar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðlaga nám og námsumhverfi fyrir nemendur með þroskafrávik.
- Stuðla að velferð nemenda og veita þeim aðgang að fjölbreyttu námi þar sem unnið er út frá styrkleikum hvers og eins.
- Halda utan um mál einstaka nemenda og sitja í þverfaglegu teymi.
- Annast kennslu og þjálfun nemenda.
- Halda utan um gerð einstaklingsáætlana.
- Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og öðru samstarfsfólki.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið þroskaþjálfi.
- Farsæl reynsla af vinnu með einstaklingum með fjölþættan vanda.
- Góð samskiptafærni og sveigjanleiki í starfi.
- Faglegur metnaður, frumkvæði í starfi og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
- Reynsla og áhugi á að starfa með unglingum.
- Íslenskukunnátta á stigi B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
Fríðindi í starfi
- Heilsuræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
Auglýsing birt11. nóvember 2025
Umsóknarfrestur25. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Fornhagi 1 Hagaskóli , 107 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

þjálfun iðkenda með fötlun í íþróttum
Gerpla

Leikskólakennari
heilsuleikskólinn Urriðaból II

Kennari eða reynslumikill leiðbeinandi óskast
Furugrund

Frístundaleiðbeinandi með stuðning
Hrafninn frístundaklúbbur

Leikskólinn Völlur -Þroskaþjálfi/Sérkennari
Reykjanesbær

Þroskaþjálfi - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær

Viltu koma og starfa með geggjuðum hóp í Austurkór?
Austurkór

Sérkennari eða þroskaþjálfi í Núp
Núpur

Leikskólinn Lækur óskar eftir leikskólakennara eða starfsmanni með háskólamenntun
Lækur

Lágafellsskóli - Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi
Lágafellsskóli

Þroskaþjálfi óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból

Stuðningur barna í leikskólastarfi
Leikskólinn Sjáland