Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Leikskólinn Völlur -Þroskaþjálfi/Sérkennari

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum.

Völlur er sex kjarna leikskóli á Ásbrú í Reykjanesbæ sem er aldurs og kynjaskiptur með um 100 nemendur. Um 75% barna eru tví-eða fjöltyngd og eru þjóðerni nemenda því fjölbreytt.

Hugmyndafræði

Námskrá leikskólans Vallar byggir á hugmyndafræði Hjallastefnunnar. Svokallaðar meginreglur liggja til grundvallar allri hugmyndafræði Hjallastefnunnar.

Meginreglur eru sex talsins og eru settar upp í skýrri forgangsröð.

1. Börn og foreldrar 2. Starfsfólk 3. Umhverfi 4. Efniviður 5. Náttúra 6. Samfélag

Í meginreglunum birtast hugsjónir okkar, bæði innri þættir eins og þau lífsgildi sem við starfsfólk sameinumst um; viðhorf, mannskilningur og lífssýn svo og ytri þættir eins og skipulag, starfshættir og aðferðir sem byggja á umræddum hugsjónum og einkenna Hjallastefnuna.

Áhersluþættir í starfinu eru: Jafnrétti – Lýðræði – Sköpun – Fjölbreytileiki

Einkunnarorð Vallar eru: Agi-Jákvæðni-Sjálfstyrking-Vinátta-Samskipti-Áræðni

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og er mikilvægt að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á gerð og eftirfylgni náms- og einstaklingsáætlana í samvinnu við stjórnendur
  • Ábyrgð á kennslu, þjálfun og umönnun nemenda
  • Þátttaka í þverfaglegu teymi fagaðila og annarra sem koma að hverjum nemanda
  • Ábyrgð á markvissum samskiptum við foreldra og aðra fagaðila
  • Þátttaka í þróunar- og teymisvinnu ásamt öðum verkefnum innan skólans eftir þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf sem þroskaþjálfi
  • Önnur sérkennslumenntun kostur?
  • Reynsla af starfi þroskaþjálfa/sérkennara
  • Reynsla af teymisvinnu og samstarfi við fagaðila
  • Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi
  • Jákvætt viðmót og frumkvæði í starfi
  • Reynsla af skipulagi og teymisstjórnun
  • Áhersla er lögð á lipurð í samstarfi og góða hæfni mannlegum samskiptum í fjölmenningarlegu umhverfi
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Góð íslenskukunnátta
Hlunnindi
  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Auglýsing birt11. nóvember 2025
Umsóknarfrestur24. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Keilisbraut 774, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar