

Leikskólinn Völlur -Þroskaþjálfi/Sérkennari
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum.
Völlur er sex kjarna leikskóli á Ásbrú í Reykjanesbæ sem er aldurs og kynjaskiptur með um 100 nemendur. Um 75% barna eru tví-eða fjöltyngd og eru þjóðerni nemenda því fjölbreytt.
Hugmyndafræði
Námskrá leikskólans Vallar byggir á hugmyndafræði Hjallastefnunnar. Svokallaðar meginreglur liggja til grundvallar allri hugmyndafræði Hjallastefnunnar.
Meginreglur eru sex talsins og eru settar upp í skýrri forgangsröð.
1. Börn og foreldrar 2. Starfsfólk 3. Umhverfi 4. Efniviður 5. Náttúra 6. Samfélag
Í meginreglunum birtast hugsjónir okkar, bæði innri þættir eins og þau lífsgildi sem við starfsfólk sameinumst um; viðhorf, mannskilningur og lífssýn svo og ytri þættir eins og skipulag, starfshættir og aðferðir sem byggja á umræddum hugsjónum og einkenna Hjallastefnuna.
Áhersluþættir í starfinu eru: Jafnrétti – Lýðræði – Sköpun – Fjölbreytileiki
Einkunnarorð Vallar eru: Agi-Jákvæðni-Sjálfstyrking-Vinátta-Samskipti-Áræðni
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og er mikilvægt að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
- Ábyrgð á gerð og eftirfylgni náms- og einstaklingsáætlana í samvinnu við stjórnendur
- Ábyrgð á kennslu, þjálfun og umönnun nemenda
- Þátttaka í þverfaglegu teymi fagaðila og annarra sem koma að hverjum nemanda
- Ábyrgð á markvissum samskiptum við foreldra og aðra fagaðila
- Þátttaka í þróunar- og teymisvinnu ásamt öðum verkefnum innan skólans eftir þörfum
- Leyfisbréf sem þroskaþjálfi
- Önnur sérkennslumenntun kostur?
- Reynsla af starfi þroskaþjálfa/sérkennara
- Reynsla af teymisvinnu og samstarfi við fagaðila
- Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi
- Jákvætt viðmót og frumkvæði í starfi
- Reynsla af skipulagi og teymisstjórnun
- Áhersla er lögð á lipurð í samstarfi og góða hæfni mannlegum samskiptum í fjölmenningarlegu umhverfi
- Stundvísi og samviskusemi
- Góð íslenskukunnátta
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Íslenska










