
Bláskógaskóli Laugarvatni
Bláskógaskóli Laugarvatni er samrekinn leik og grunnskóli á Laugarvatni. Skólinn er með um 75 nemendur og þar starfa rúmlega 20 manns.
Skólinn býr að einstöku umhverfi og frábæru starfsfólki svo ekki sé talað um nemendurna og foreldra sem að saman mynda frábæran vinnustað.
Skólinn leggur áherslu á teymiskennslu og útinám í sínu starfi. Mikið er lagt uppúr því að halda vel utan um starfsfólkið.

Kennarastörf – Bláskógaskóli á Laugarvatni
Grunnskóladeild Bláskógaskóla á Laugarvatni óskar eftir grunnskólakennara í 100% starf og kennara í smíðakennslu í 46% starf á grunnskólastigi frá og með 1. janúar 2026.
Kennarar starfa samkvæmt stefnumörkun skólans, sem tekur meðal annars mið af skólastefnu Sveitarfélagsins Bláskógabyggðar, Aðalnámskrá grunnskóla, lögum og reglugerðum um grunnskóla, sem og öðrum lögum er við eiga.
Í skólastarfinu í Bláskógaskóla er lögð rík áhersla á virðingu, vináttu og gleði, einstaklingsmiðað nám, samvinnu, fagleg vinnubrögð, útinám og heilsueflingu. Skólinn er Grænfánaskóli og starfar samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Rakel Svandísardóttir, skólastjóri, í síma 480-3030 eða á netfangið [email protected]
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla í þeim fögum sem kennari er ráðinn til að kenna, í samræmi við lög og stefnu skólayfirvalda.
- Undirbúningur, skipulagning og framkvæmd kennslu með margvíslegum kennsluaðferðum og áherslu á einstaklingsmiðað nám.
- Mat á námi og velferð nemenda og reglulegt upplýsingaflæði til foreldra og samstarfsfólks.
- Að fylgjast með og meta frammistöðu, hegðun og líðan nemenda.
- Samstarf við aðra kennara, stuðningsfulltrúa og sérfræðinga innan skólans og þátttaka í faglegu teymisstarfi.
- Þátttaka í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins.
- Að stuðla að jákvæðu, öruggu og uppbyggilegu skólaumhverfi þar sem virðing, vinátta og gleði eru leiðarljós í daglegu starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu, starfsreynsla er æskileg.
- Góð færni í íslensku, bæði töluðu og rituðu máli.
- Sjálfstæði, skipulagshæfileikar og faglegur metnaður.
- Frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi.
- Góð samskipta- og samstarfshæfni.
- Áhugi á að þróa sig í starfi og tileinka sér nýjungar í kennslu.
- Ábyrgð, stundvísi og jákvæðni í starfi.
Fríðindi í starfi
- Frítt kort í sund og líkamsrækt hjá Bláskógabyggð.
- Skapandi og samheldið starfsumhverfi.
Auglýsing birt11. nóvember 2025
Umsóknarfrestur25. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Lindarbraut 6, 840 Laugarvatni
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFagmennskaFrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðniKennslaMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagStundvísiTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Kennari eða reynslumikill leiðbeinandi óskast
Furugrund

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Afleysingakennarar hjá Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

Kennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Viltu koma og starfa með geggjuðum hóp í Austurkór?
Austurkór

Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast í Núp
Núpur

Verkefnastóri málörvunar
Leikskólinn Holt

Sérkennari eða þroskaþjálfi í Núp
Núpur

Umsjónarkennari á yngsta stigi - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær

Forfallakennari í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból

Leikskólakennari /leikskólaliði í leikskólann Björtuhlíð
Leikskólinn Bjartahlíð