

Viltu þjálfa börn í sundi?
Sunddeild Ármanns er leiðandi og metnaðarfullt sundfélag sem óskar eftir umsóknum frá áhugasömum sundþjálfurum og/eða aðstoðarþjálfurum sem vilja vinna í öflugu þjálfarateymi félagsins. Ef þú hefur áhuga á sundþjálfun og vilt skemmtilega vinnu með börnum og góðu þjálfarateymi, viljum við heyra frá þér.
Ármann er með sundskóla og æfingahópa í Laugardalslaug, Árbæjarlaug og Grafarvogslaug fyrir börn frá 3 ára aldri.
Við erum sérstaklega að leita að þjálfurum fyrir 9-13 ára æfingahóp í Laugardalslaug og fyrir fleiri sundskóla og yngri æfingahópa í Grafarvogslaug. Einnig erum við að skoða möguleika á að bæta við sundskóla og yngri æfingahópa í Dalslaug.
Starf:
-
Sundþjálfun eða aðstoðar sundþjálfun barna.
-
Hluti af þjálfarateymi Sunddeildar undir leiðsögn yfirþjálfara.
-
Vinnutími seinnipart dags á virkum dögum 2-4 daga vikunnar. Eldri æfingahópar taka einnig þátt í einstaka sundmótum sem eru um helgar.
Hæfniskröfur:
-
Góð samskiptahæfni og íslenskukunnátta.
-
Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri og með hreint sakavottorð.
-
Reynslu af þjálfun barna er kostur. Ef þú hefur þjálfað sund áður þá viljum við gjarnan heyra nánar um það.
Umsókn sendist á [email protected] með upplýsingum um menntun og fyrri störf.
Íslenska

