

Sjúkraliði á kvenlækningadeild 21A
Sjúkraliði óskast til starfa á kvenlækningadeild 21A Landspítala. Á deildinni starfar samhent teymi starfsfólks sem veitir fjölþætta heilbrigðisþjónustu allan sólarhringinn. Deildin er annars vegar göngudeild, bráðamóttaka og aðgerðarstofa og hins vegar dag- og legudeild. Deildin sinnir skjólstæðingum með góðkynja og illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum sem og skjólstæðingum frá öðrum sérgreinum almennra skurðlækninga. Þá sinnir deildin bráðatilvikum vegna kvensjúkdóma utan opnunartíma bráðaþjónustu kvennadeilda.
Í boði er spennandi, krefjandi og líflegt starfsumhverfi, góður starfsandi og fjölbreytt tækifæri til faglegrar þróunar. Vinnufyrirkomulag er vaktavinna 60-100%, einkum morgun- og næturvaktir á virkum dögum. Starfið er laust frá 15. janúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi.
- Hjúkrun sjúklinga fyrir og eftir aðgerðir
- Umönnun og eftirlit aðgerðarsjúklinga, undirbúningur þeirra og fyrirbygging fylgikvilla
- Umönnun annarra sjúklinga á deild með ýmis vandamál í kvenlíffærum
- Virk þátttaka í teymis- og umbótastarfi
- Aðstoð á göngudeild/bráðamóttöku eftir þörfum
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Faglegur metnaður, frumkvæði og ábyrgð í starfi
- Jákvætt viðmót, sveigjanleiki og góðir samskiptahæfileikar
- Reynsla í starfi sjúkraliða æskileg
- Hæfni og geta til að starfa í teymi
- Mjög góð íslenskukunnátta
Íslenska



















































