

Sérfræðingur í hjúkrun nýrnasjúkra
Laus er til umsóknar staða sérfræðings í hjúkrun nýrnasjúkra með áherslu á ígræðslur, á göngudeild 10E við Hringbraut. Sérfræðingsstaðan er bundin við ígræðsluteymið á deildinni en þar er sjúklingum sem þurfa ígræðslu nýra eða lifur sinnt. Nálgun teymisins er heildræn og snýr bæði að sjúklingum og fjölskyldum þeirra, allt frá nákvæmum undirbúningi fyrir ígræðslu, með rannsóknum, uppvinnslu, fræðslu og stuðningi, að eftirliti og meðferð út ævi sjúklinganna. Auk nýra og lifrarþega er eftirliti hjartaþega sinnt af teyminu og einnig nýragjöfum. Þétt samstarf er við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg í Svíþjóð, en þar fara flestar líffæraígræðslur í Íslendinga fram.
Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk auk klínískra starfa er ráðgjöf og kennsla til starfsfólks og nemenda auk rannsóknar-, gæða og þróunarvinnu. Enn fremur felur starfið í sér uppbyggingu, samræmingu og skipulagningu þjónustu við sjúklinga í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Starfshlutfall er 80-100% dagvinna og er starfið laust frá 1. janúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi.
Á göngudeild 10E er fjölbreytt starfsemi og m.a. sérhæfðar teymismóttökur, meltingar- og kviðarholsteyma og innskriftir skurðsérgreina við Hringbraut og svæfingar fyrir allan spítalann. Á deildinni er markvisst unnið að umbótum og framþróun, en þar starfar öflugur hópur reyndra hjúkrunarfræðinga og einkennist vinnuandinn af samvinnu, metnaði og góðum liðsanda.
- Þróun hjúkrunar og þjónustu innan sérgreinar
- Fagleg teymisstjórn ígræðsluteymis
- Klínísk störf innan ígræðsluteymis
- Frumkvæði og innleiðing nýrra verkferla
- Kennsla og fræðsla
- Ráðgjöf til skjólstæðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna
- Rannsóknir og gæðastörf
- Meistara- eða doktorspróf í hjúkrun
- Íslenskt sérfræðileyfi í hjúkrun sjúklinga með nýrnasjúkdóma
- Starfsreynsla í hjúkrun sjúklinga með nýrnasjúkdóma
- Leiðtoga- og samskiptahæfileikar
- Reynsla af teymisvinnu
- Íslenskukunnátta áskilin
Íslenska




















































