
Orkuveitan
Orkuveitan styður vaxandi samfélög, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.
Hjá Orkuveitunni leggjum við áherslu á að vinna með fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem býr yfir eða hefur vilja til að byggja upp þá hæfni sem hentar verkefnum hverju sinni. Við tökum forystu í verkefnum og hjá okkur ríkir jákvæður starfsandi.
Við tryggjum góðan aðbúnað, sveigjanleika og sköpum starfsfólki aðstæður til að samræma kröfur vinnu og annarra þátta lífsins. Við nýtum okkur tækni í starfsumhverfi og starfsfólk nýtur jafnréttis.
Saman erum við lipur, lærdómsfús og óhrædd að prófa nýja hluti til að skapa eftirtektarverðar lausnir og ná hámarks árangri fyrir viðskiptavini og samfélagið.

Við leitum að starfskrafti í vöruþjónustu Orkuveitunnar
Við hjá Orkuveitunni leitum að skipulagðri og þjónustulundaðri manneskju til að ganga til liðs við öflugt teymi Innkaupa.
Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í vöruþjónustu Orkuveitunnar þar sem unnið er náið með innri og ytri samstarfsaðilum, með það að markmiði að tryggja skilvirka vöru- og birgðastýringu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og afhending vara
- Viðhald á skiltum, keilum og öðrum öryggisbúnaði
- Viðhald smávéla og tækja í áhaldaleigu
- Umsjón á birgðastöðu
- Dagleg yfirsýn yfir vöruhreyfingar og birgðakerfi
- Samskipti við birgja, verktaka og aðrar einingar innan Orkuveitunnar
- Þátttaka í umbótum á verkferlum og verklagi
Menntunar- og hæfniskröfur
- Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Skipulagshæfni
- Rík þjónustulund
- Rík umbótar- og öryggishugsun
- Reynsla af birgðastjórnun og/eða vöruhúsastarfi er kostur
Auglýsing birt4. september 2025
Umsóknarfrestur18. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Starfsfólk í Endurvinnsluna hf
Endurvinnslan

Brennur þú fyrir þjónustu?
Dekkjasalan

Starfsmenn á lager
Ísfugl ehf

Vinna í vöruhúsi
GÓRILLA VÖRUHÚS

Öflugur bílstjóri óskast í sendibílavinnu
Akstur og flutningar

Starfsmaður í gámalosunarteymi
Góði hirðirinn

Lagerstarf
Kvarnir ehf

Tímabundið starfsfólk í akstur og vöruhúsastörf
Dropp

Útkeyrsla & áfyllingar í verslanir - hlutastarf
Kavita ehf.

Starf á lager
Embla Medical | Össur

Lager og útkeyrsla
Ison heildverslun

Starf á útilager - Outside warehouse/inventory worker
Einingaverksmiðjan