Orkuveitan
Orkuveitan
Orkuveitan

Við leitum að starfskrafti í vöruþjónustu Orkuveitunnar

Við hjá Orkuveitunni leitum að skipulagðri og þjónustulundaðri manneskju til að ganga til liðs við öflugt teymi Innkaupa.

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í vöruþjónustu Orkuveitunnar þar sem unnið er náið með innri og ytri samstarfsaðilum, með það að markmiði að tryggja skilvirka vöru- og birgðastýringu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka og afhending vara
  • Viðhald á skiltum, keilum og öðrum öryggisbúnaði
  • Viðhald smávéla og tækja í áhaldaleigu
  • Umsjón á birgðastöðu
  • Dagleg yfirsýn yfir vöruhreyfingar og birgðakerfi
  • Samskipti við birgja, verktaka og aðrar einingar innan Orkuveitunnar
  • Þátttaka í umbótum á verkferlum og verklagi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Skipulagshæfni
  • Rík þjónustulund
  • Rík umbótar- og öryggishugsun
  • Reynsla af birgðastjórnun og/eða vöruhúsastarfi er kostur
Auglýsing birt4. september 2025
Umsóknarfrestur18. september 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar