

Deildarstjóri hugbúnaðarþróunar
Hjá Hugvit & tækni starfar öflugt teymi sérfræðinga sem leiða stafræna umbreytingu Orkuveitunnar og dótturfélaga hennar. Við smíðum hugbúnaðarlausnir sem styðja við orku-, veitustarfsemi og kolefnisbindingu framtíðar með öflugu tækniumhverfi, sjálfbærni að leiðarljósi og þverfaglegu samstarfi.
Við leitum að drífandi og tæknilega færum deildarstjóra hugbúnaðarþróunar sem vill móta stefnu, byggja upp teymi og leiða þróun á kerfum sem skipta máli fyrir samfélagið. Þetta er hlutverk fyrir leiðtoga sem brennur bæði fyrir fólki, ferlum og tækni og hefur reynslu af því að búa til ramma þar sem hugbúnaðarþróun dafnar.
- Fagleg forysta fyrir hugbúnaðarteymi og ábyrgð á daglegum rekstri deildar.
- Byggja upp og þróa teymi með áherslu á vöxt, ábyrgð og samvinnu.
- Mótun og innleiðing tæknistefnu.
- Stuðla að tæknilegri framþróun, nýsköpun og sjálfbærni í lausnasmíði.
- Setja og fylgja eftir mælikvörðum (KPI) um afköst, rekstur og gæði hugbúnaðarlausna.
- Sjá til þess að lausnir séu reknar með virku eftirliti.
- Styrkja innleiðingu á CI/CD ferlum, sjálfvirknivæðingu og DevOps nálgun.
- Tryggja að prófunarstefna byggi á notendaupplifun og áreiðanleika.
- Leiðtogahæfni, frumkvæði og færni í að byggja upp traust og draga fram styrkleika annarra.
- Reynsla af stjórnun hugbúnaðarteyma og faglegri leiðsögn.
- Innsýn í hugbúnaðarsmíði og tæknihögun, sérstaklega í Microsoft/.NET umhverfi.
- Þekking á CI/CD, Azure DevOps, test coverage og sjálfvirkum prófunum.
- Skilningur á mikilvægi rekjanleika, notendaupplifunar og öryggis í lausnum.
- Stefnumiðuð sýn, lausnamiðuð nálgun og góð yfirsýn yfir ferla, fólk og tækni.
- Þekking á aðkeyptum hugbúnaðarlausnum og hvernig á að stýra gæðum þeirra er kostur.
- Háskólamenntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
- Tækifæri til að leiða lykileiningu sem mótar stafræna innviði samfélagslega mikilvægrar starfsemi.
- Umhverfi þar sem nýsköpun, fagmennska og sjálfbærni ganga hönd í hönd.
- Sveigjanleika í vinnu og öflugan stuðning við faglega þróun.
- Aðgang að líkamsrækt, frábæran aðbúnað, öflugt félagslíf og öruggan og inngildandi vinnustað.
- Samkeppnishæf laun og fríðindi.
Orkuveitan samanstendur af móðurfélaginu og fjórum dótturfélögum, Orku náttúrunnar, Veitum, Ljósleiðaranum og Carbfix og hefur það hlutverk að styðja vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu. Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar.
Með því að nýta orku náttúrunnar, skapandi orku mannlífsins og frumkvöðlaorku starfseminnar skipar Orkuveitan sér í fremstu röð við að knýja áfram samfélög með sjálfbærum hætti. Við njótum öll ávinningsins.
📽 Smelltu hér til að kynna þér Orkuveituna sem vinnustað
Umsóknarfrestur er til og með 7. september.
Nánari upplýsingar veitir Kristrún Lilja Júlíusdóttir forstöðukona Hugvits & tækni [email protected]













