

DevOps sérfræðingur / Senior DevOps Engineer
Við leitum að reyndum og drífandi DevOps sérfræðingi til að styrkja tækniteymið okkar. Við vinnum í metnaðarfullu Scrum umhverfi í nánu samstarfi við vörustýringu og leggjum áherslu á nýjustu tækni, sjálfvirkni og örugga afhendingu hugbúnaðar. Ef þú hefur brennandi áhuga á DevOps, skýjalausnum og stöðugum betrumbótum á rekstrarferlum, þá gæti þetta verið rétta tækifærið fyrir þig.
Motus er á spennandi vegferð sem miðar að því að finna nýjar leiðir til að styrkja gæði kröfustýringar, og hún haldi áfram að vera ómissandi þáttur í vexti og viðgangi fyrirtækja á landinu öllu. Hlutverk Motus er að koma fjármagni á hreyfingu á hagkvæman, nútímalegan og aðgengilegan hátt. Við beitum til þess nýjustu tækni og sérþekkingu og leitum stöðugt bestu lausna í þágu viðskiptavina og samfélags.
- Uppsetning og viðhald CI/CD ferla og sjálfvirknivæðing þróunar- og rekstrarferla
- Umsjón með skýjalausnum og innviðum (Azure, Kubernetes, Docker)
- Þátttaka í mótun og innleiðingu tæknistefnu Motus
- Samvinna við þróunarteymi til að tryggja örugga og skilvirka afhendingu
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða tengdum greinum
- Djúp þekking á DevOps hugmyndafræði og verkfærum: CI/CD, GitHub Actions, Terraform, Helm o.fl.
- Tæknistakkur: .NET, C#, Azure, SQL Server, Kubernetes, Docker, Kafka/ServiceBus, GitHub, React, Databricks og Python
- Þekking og reynsla af Event Driven Architecture,service-oriented architecture, Elastic Search, Azure og Docker
- Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, frumkvæði og þjónustulund
- Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hóp
- Skipulögð og öguð vinnubrögð













